Hryðjuverk?

a. (100. gr. a.)


Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu
fangelsi hverjum sem í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta
eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða
alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því
skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar,
efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða
alþjóðastofnunar fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum, þegar
verknaðurinn í ljósi eðlis hans eða með hliðsjón af aðstæðum þegar og
þar sem hann er framinn getur skaðað ríki eða alþjóðastofnun alvarlega:

1.manndráp skv. 211. gr.,

2.líkamsárás skv. 218. gr.,

3.frelsissviptingu skv. 226. gr.,

4.raskar umferðaröryggi

skv. 1. mgr. 168. gr., truflar rekstur almennra samgöngutækja o.fl.
skv. 1. mgr. 176. gr. eða veldur stórfelldum eignaspjöllum skv. 2. mgr.

257. gr. og þessi brot eru framin á þann hátt að mannslífum sé stefnt í
hættu eða valdið miklu fjárhagslegu tjóni,

5.flugrán skv. 2. mgr.

165. gr. eða veitist að mönnum sem staddir eru í flughöfn ætlaðri
alþjóðlegri flugumferð skv. 3. mgr. 165. gr.,

6.brennu skv. 2. mgr.

164. gr., veldur sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda,
vatnsflóði, skipreika, járnbrautar-, bifreiðar- eða loftfarsslysi eða
óförum annarra slíkra farar- eða flutningatækja skv. 1. mgr. 165. gr.,
veldur almennum skorti á drykkjarvatni eða setur skaðleg efni í
vatnsból eða vatnsleiðslur skv. 1. mgr. 170. gr. eða lætur eitruð eða
önnur hættuleg efni í muni, sem ætlaðir eru til sölu eða almennrar
notkunar, skv. 1. mgr. 171. gr.

Sömu refsingu skal sá sæta sem í sama tilgangi hótar að fremja þau brot sem talin eru í 1. mgr.

Jamm.  Hryðjuverk.   


mbl.is Mikill sinueldur við Urriðavatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér dugar ekki fangelsi,,oftast eru börn á ferðinni sem ekki hafa fengið viðeigandi uppeldi foreldra,,Eldfærin eru aðgengileg á heimilinu,,Ríkjandi grandvaraleysi er þar innandyra einnig,, Ef hinsvegar lágmarkssekt yrði sett á brennuvarg án tillits til aldurs,sem þar með félli á ábyrgðarmann,, Þá og fyrst þá er von til að foreldri gefi sér þá stund sem til þarf að útskýra og uppfræða börnin, eins og til er af þeim ætlast,,

Bimbó (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er semsagt samsæri um að valda bruna?  Til Guantanamo með hele familien!  Þau þarf að yfirheyra í sambandi við öll al-quazelzer tengzlin, og senda skattgreiðendum reikninginn.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.4.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband