2.5.2008 | 14:42
Til eru leiðir
Ef besín rynni til þurrðar á morgun:
Væri hægt að nota etanól í staðinn. Það er hægt að nota sömu vélarnar, sömu tankana. Þarf bara að stilla innspítingarnar/blöndungana lítillega, og svo vélarnar til að taka við því. Tekur svona hálftíma.
Á díselbíla er unnt að nota... ýmislegt. Sólblóma, extra virgin, eða lýsi.
Svo er til raf-jeppi. Kemst ekki mjög langt, en við því er ráð: fleiri batterí.
Háfjallajeppamenning í hættu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Má ég fá númerið hjá þér svo að ég geti hringt í þig næst þegar bílinn minn bilar. Þú hlýtur að vera fljótur að gera við fyrst að það tekur þig bara 30mín að breyta bensínvél yfir í vél sem keyrir á etanól.
Ég samþykki reyndar alveg að það gæti tekið vanan mann stuttan tíma til að fá bensín vél til að starta sér og ganga aðeins á etanóli en þú ekkert vél á etanóli sem er hönnuð fyrir bensín í langan tíma nema að skipta ansi miklu út. Þetta er kannski í lagi fyrir einhverjar kvartmílutíkur sem eru ekki keyrðar nema örfáa kílómetra á ári.
Eða lastu þetta kannski bara á einhverju öðru bloggi og gleyptir við því?
Guðni Þór Björgvinsson, 2.5.2008 kl. 17:21
Það er stórmál að breyta bíl til að ganga á E85. Sumir bílaframleiðendur eru farnir að bjóða uppá Bi-fuel bíla sem geta gengið á þessu sulli en fyrir venjulega bíla sem eru gerir fyrir 95oct bensín þarf í það minsta að skipta um tank og bensíndælur.
Hvet fólk til að fara á wikipedia og leita af E85 og lesa aðeins um þetta, þetta er ekki framtíð sem ég vill sjá.
Stebbi (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 21:36
http://www.ford.com/vehicles/commercial-vehicles/environmental-vehicles/leading-ethanol-capable-vehicles/flexible-fuel-vehicles-331p
Ásgrímur Hartmannsson, 2.5.2008 kl. 23:22
En það er hins vegar lítið mál að breyta hvaða díselvél í grænmetisolíuvél.
Rudolf Diesel hannaði díselvélina til þess að ganga á grænmetisolíu áður en hann var myrtur. Nú til dags kostar circa 50.000 kr. að breyta hvaða jeppa í grænmetisbíl og má nota sólblómaolíu, hnetuolíu, soya olíu eða bara notuð djúpsteikingarfita. Það sem fæstir vita er að díselvél er miklu kraftmeiri og endist lengur á grænmetisolíu. Eini ókosturinn við þetta er að notkun grænmetisolíu eykur hungursneyð í heiminum, þess vegna er mælt með að nota djúpsteikingarfita.
Fyrir áhugasama má benda á að kíkja á:
http://www.plantdrive.com
Spói (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 01:52
Hvað með hvalspik? Við veiðum hvalina, brennum spikinu, borðum kjötið, og þá verður skyndilega til meiri fiskur, sem við getum líka veitt, brennti úr þeim lýsið og étið holdið.
Lausn? Kannski.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.5.2008 kl. 09:44
Við bensínishækkunum bölvuðum
en blogguðum um það og "rölvuðum"
þá lýstist upp pera
ég læt það bú vera
Edrú á jeppanum ölvuðum!
Jón Halldór Guðmundsson, 3.5.2008 kl. 09:54
Í víninu felst mikill kraftur,
en ef þú vilt komast af fjallinu aftur
skaltu ekki þamba úr tankinum
Ásgrímur Hartmannsson, 3.5.2008 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.