Betri rafbíll.

En tæknin kostar sitt - þetta er í grunninn Lotus.  Lotus kostar $50-70.000.  Þetta apparat kostar 109.000.  Þar munar $30-50K.

Og hvað kostar svona mikið?  Hmm... ja, batteríin sennilega.  Þetta eru allmörg farsímabatterí.  Svo er þetta jafnvel meira custom fit en Lotus.  Sem kýlir upp verðið.

En kannski er þessi bíll ekkert svo dýr - Bens CL kostar í USA $100K og yfir.  Og sá bíll er ekki jafn mikið undur og þessi.  Allir eiga Benz.  Hver á Rafkúinn spyrnukagga?

Það kemur að því að til verður venjulegur rafknúinn fólksbíll.  Ekki nefna Reva bílinn aftur - sá bíll er á stærð við fingurbjörg og illnýtanlegur utan Vestmannaeyja.


mbl.is Rafknúinn sportbíll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki ginkeyptur fyrir samsæriskenningum en ég er tilbúin að kaupa það að þeir sem eiga mestra hagsmuna að gæta í olíusölu sjá til þess að við sótsvartur almúginn látum bjóða okkur bíla eins og Reva, GeWiz og fleiri.

Tesla Roadster kemst rúmlega 300km á hleðsluni og hann er með 250hö mótor sem kemst í bakpoka.  Ef að þetta væri bíll eins og corolla með 130hö mótor og sambærilegu batterípakki trúi ég að hann færi yfir 400km á því.  Fyrir utan það að það er minna mál að koma fyrir fleiri rafhlöðum í svoleiðis bíl.

Þetta er það sem koma skal og öll vinna í vetnisknúnum faratækjum tímasóun.  Ef að allir leigubílar og strætisvagnar í Reykjavík væru rafknúnir og fengju ekki nagladekk þá væri orð eins og "svifryk" spariorð sem væri ekki ofnotað eins og í dag.

Stebbi (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 15:34

2 identicon

Norska fyrirtækið Think er að reyna einmitt það. Think City er borgarbíll sem er öruggari (Reva er dauðagildra), þægilegri, dregur lengra á hleðslunni og er mun meira sexý en Reva. Það eru sömuleiðis áætlanir um Think Ox sem er nær venjulegum fólksbil að stærð og á að draga um 200 km á hleðslu. Þá erum við að tala um raunverulegan valkost fyrir meginþorra fólks.

Það er reyndar óskiljanlegt afhverju það eru bara svona lítil og sjálfstæð fyrirtæki sem standa á bakvið þessa rafmagnsbíla eins og Tesla og Think. Maður skyldi ætla að sú þekking og sú aðstaða sem er til staðar hjá stærstu bílaframleiðendum heimsins yrði til þess að allavega einn þeirra tæki upp á því að fjöldaframleiða praktískan alvöru rafmagnsbíl. Þetta lyktar af annarlegri hagsmunagæslu

Bjarki (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 15:37

3 identicon

Eftir að hafa skoðað heimasíðu Think þá líst mér ágætlega á þennan Think OX.  En þeir eru á sömu villigötum og aðrir í þessum geira, að framleiða bara pínulitla ógeðslega bíla sem eru eins og inntökuverkefni í Listaháskólanum í Kraká er dauðadómur.  Það kaupir engin venjulegur maður svona bíl, þetta er einfaldlega of þröngt og ljótt.  Um leið og menn geta farið að framleiða bíla í eðlilegri stærð sem líta út eins og bílar samtímans þá fyrst fer þetta að seljast.  En norsarinn er á réttri leið með OX, bara stækka hann aðeins meira.

Stebbi (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 16:16

4 identicon

Ég er sammála því, þetta er ekki sérlega fallegt. Það er eins og menn haldi að vegna þess að það sé framandi tækni undir húddinu þá verði bíllinn að líta út að utan eins og eitthvað úr lélegri Hollywoodmynd sem ætlað er að gerst í framtíðinni. Kannski er þetta líka gert í trausti þess að kaupendur þessara bíla séu almennt athyglissjúkir og vilji að allir taki eftir því að þeir séu að „bjarga jörðinni“.

Það er engin ástæða til þess að bílar séu ólíkir í útliti eftir því hvaða orkugjafi er notaður.

Bjarki (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 16:36

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessi think bíll er nákvæmlega jafn sexí og að fá steðja í hausinn.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.5.2008 kl. 18:03

6 identicon

Stebbi - Think OX er concept bíll. Það eru mörg ár í framleiðslu á honum, enda fyrstu Think City nýskriðnir út úr verksmiðjunum.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 22:20

7 identicon

Bjarki - Think City er seldur á NOK 200.000 (3,8 milljónir íslenskra króna) án rafhlaðnanna sem eru leigðar fyrir mánaðargjald.  Ekki mjög praktískt í minni bók.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband