Við þessu að búast, svosem...

merkilegt nokk, þá er þetta alveg sama mynstur og varð í síðustu orkukreppu - 1972-5, svona cirka.  Þá einmitt, höfðu árin á undan verið framleidd einhver kynstur af fremur stórum og tilkomumiklum bílum - sem voru reyndar ef satt skal segja ívið skárri í útliti, og reyndar léttari líka en allir þessir jeppar sem eru nú á markaðnum, og eyddu svosem ekkert meira en þessir jeppar...

En hvað um það.  Svo kom orkukreppan, og allir byrjuðu að kaupa léttari bíla.  Það var einmitt á þeim tíma sem japanir náðu fótfestu á markaðnum.  Þeir framleiddu nefnilega minnstu og léttustu bílana.

Sem leiðir mig aftur að öðru: hvað ef minnstu vélarnar eru ekkert nauðsynlega þær sparneytnustu?  Hvað ef þær erfiða bara meira?  Þá er þetta kannski spurning um hve lengi maður er gridlockd í bílnum frekar en annað. 


mbl.is Samdráttur í jeppasölu vestra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bandaríkjamenn eru mikið öðruvísi fólk,,þar er neyslustýringin alsráðandi,,Þar þekkjast varla dísilbílar,, ekki er langt síðan að ófáanlegir voru dísiltrukkar , eða pickup bílar dísil,, 1985 framleiddi Dodge pickup bíla með cumming dísil í Mexico eingöngu,, Dísel eyðir 25 % minna eldsneyti , auk þess mengar vélin minna,, Hvorugt virðist hugnast kananum,,

bimbó (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 07:20

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er engin neyzlustýring í USA.  Þar er frjáls samkeppni.  Og þeir litu einu sinni á dísel-mótorinn og hugsuðu: þetta er hávært, skortir snerpu og lyktar skelfilega, Nei takk.

Og hafðu líka í huga að bensín kostar í USA 1/4 af því sem það kostar hér, og munurinn var miklu meiri í denn. 

Ásgrímur Hartmannsson, 4.5.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband