Kínamaður með stóran sting...

Ég ætla að vona að þeir fari ekki að taka þetta upp hér.  Þeir eru svo miklir vinir kínamanna, ráðamenn hér um slóðir.

Nú er mér í fersku minni þegar þeir grýttu bandaríska sendiráðið hér um daginn.  Nú, ef hnífar teljast hættulegir, er þá ekki rökrétt að álykta að grjót sem liggur á víðavangi sé þá einnig hættulegt, enda töluvert langdrægara en einhver hnífur.

Kínamenn verða þá að senda sveitir manna til að fjarlægja laust grjót, og handsama þá sem nást með grjót í hendi eða vösum, eða í námunda við grjót.

Svo eru það þessir munkar.  Hvað með þá?  Shaolin gaurarnir.  Þeir þurfa engan sting úr stáli til að valda tjóni.  Þá gæti þurft að gera brottræka.  Eða minnsta kosti þurfa að sækja um leyfi fyrir sjálfum sér.  Auðkenna sig.

Hmm...

Ég man þegar Bretar voru hér um árið að safna saman hnífum.  Það fór illa.  Googlið bara "knife amnesty" og skoðið það sem kemur upp ef þið trúið mér ekki. 


mbl.is Verða að skrá sig þegar hnífar eru keyptir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hlýtur að vera að vel sýrður.

Jón (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband