Deadly vítamín

Fólinsýra, B9, er ekki eitthvað sem venjulegur maður á að þurfa að taka.  Kókópöss er allt fullt af því, svo og hafragrautur og baunir.  Og fullt af öðrum hlutum.

Lifir sumt fólk kannski á þessum hrískökum?  Þær bragðast eins og pappír og innihalda engin næringarefni.  Bara sterkju.

Byrjið daginn á kókópössi.  Það er amerískt.  Fullt af vítamínum.  Banvænum vítamínum.  Lyfseðilskyldum, óæskilegum vítamínum.

Næst verður C-vítamín gert lyfseðilskylt.  Það verður nú ljóta vitleysan. 


mbl.is Mistök í verðlagningu á fólínsýru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lyfseðilsskylt væntanlega vegna þess að það er alltaf til fólk sem gengur of langt í hinu góða.. Það eru þó engar rannsóknir sem benda til skaðsemi of mikillar neyslu fólats, EN;

"Konum á barneignaaldri er ráðlagt að neyta meira fólats en öðrum vegna þess að rannsóknir hafa sýnt að rífleg fólatneysla fyrir getnað og fyrstu 12 vikur meðgöngu dregur úr hættu á alvarlegum skaða á miðtaugakerfi fósturs, svo sem klofnum hrygg og heilaleysu. Því er öllum konum, sem geta orðið barnshafandi, ráðlagt að taka 400 µg fólinsýrutöflu á dag auk þess að borða fólatríkan mat." - tekið af vef lýðheilsustöðvar

Þannig að það er fólk sem ÞARF að taka svona töflur..

Annars finnst mér að það eigi að gera Ufsalýsi lyfseðilsskylt - hættulega mikið af A-vítamíni sem við fáum hvort sem er allstaðar úr fæðunni, of mikill skammtur af því getur verið mjög hættulegur.. 

lesandi (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 00:32

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

A-vítamín er allt annað mál.  Það getur verið baneitrað - en þá þarf að taka inn slatta af því.

Og öll fituleysanlegu vítamínin.  Samt, þá þarf nú að taka all-verulega mikið af þessu til að finna eitrunareinkenni.  Og hver sá sem tekur inn nóg til þess, hann á þau alveg skilin.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.5.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband