14.5.2008 | 14:57
Perlukafarinn að fá ókeypis auglýsingu.
Þó þessir Reva bílar séu svo lélegir að jaðri við brandara (ef ekki væri fyrir Smart bílinn hefðu Reva eigendur ekkert til að gera grín að) þá verða þeir eigulegri með hverjum deginum. Meira aða segja þó þurfi að fjárfesta í nýjum geymum á þriggja ára fresti. (Hvað er með það? Á ekki að fara að laga það vandamál?)
Já. Svoleiðis apparat myndi henta mér, enda keyri ég ekki mikið, og er ekki mjög ginnkeyptur fyrir hjólreiðum, hvorki í ausandi regni né mollu-hita.
En þá kemur aftur upp í hugann: 2 milljónir. C1 kostar ekki nema 1.600.000. Slíkan bíl er hægt að fá notaðan á minna. Mismunurinn á bankareikningi myndi dekka eyðzluna ansi lengi.
Verðhækkun hjá N1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Já, væri alveg til í að eiga eitt stykki rafmagnsbíl.
Helst ekki Reva, ekki nógu vel samsettur, mig langar í einn svona:
http://www.elbilnorge.no/
Verst hvað þetta er dýrt, og þó.... afnema ÖLL aðflutningsgjöld, líka vsk, og þá má skoða innkaup á svona tæki.
Eða bygja samsetningarverksmiðju fyrir þá á Íslandi.
Hvað ætli kosti að reka ráðherrabíla ríksstjórnarinnar ? Ætli þeir séu reknir á sparnaðartillögum núna ? Eða borgum við bara brúsann ? Bensínbrúsann...
Hve margir þingmenn hjóla, nýta sér sturtuaðstöðuna, eða gufubaðið, í kjallara nýja Alþingishússins ? Ekki slæmt að geta geymt reiðhjól í lokaðri vaktaðri bílageymslu.
Flott ef slík aðstaða væri við Háskóla íslands eða Landspítalann. Hægt að fara í sturtu í kjallaraanum á Landsanum, en búningsklefar of litlir fyrir allt starfsfólk. Og engin, alls egnin geymsla fyrir reiðhjól.
Háskóli Íslands, á ekki að vera þenkjandi fólk þar ? Hinn viti borni maður ? Sturtuaðstaða ? Hjólageymsla ? Fataskiptiaðstaða ? Ha ?
Kveðja,
Heimir H. Karlsson.
Kveðja,
Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson. (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 16:29
Sæll, Ásgrímur og takk fyrir fögur orð að venju um bílana okkar (-:
Mér hefur alltaf fundist eðlilegast að miða ekki endilega við allra ódýrustu bensínbílana á markaðnum, enda hefð fyrir því að bera sjálfskipta bíla við aðra sjálfskipta. Eins og verðin eru í dag á C1/Peugot107/Toyota Aygo (sem er allt nákvæmlega sami bíllinn) eru þeir að kosta 1.780.000 og 1.825.000 sjálfskiptir (þó þessi MM skipting í þeim sé, eins og þeir vita sem hafa prófað, voða skrýtin og dálítið höktandi - semsagt ekki alvöru sjálfskipting). Óneitanlega er þarna verðmunur á þeim og REVA en eins og þú veist eru þeir mun talsvert dýrari í framleiðslu og allt það. Ef Ríkið fengist til að fella niður vsk á þeim eins og raunin er t.d. í Noregi væru verðin á núverandi gengi í kringum 1.600.000 krónur, sem augljóslega væri allt önnur saga. En kerfið á Íslandi virkar þannig að við borgum þennan 24,5% vsk af öllum vörum og þar við situr.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:22
Það eru þessi batterí - ég veit það með vissu að það eru til miklu betri batterí - mér skilst til dæmis að batteríin í Prius endist í 10 ár, til eða frá (eða eru það 10 ár með yfir 80% hleðzlu?), af hverju er ekki hægt að installa svoleiðis? Þá væri þessi bíll miklu betri díll.
Ástæða þess að ég miða við þennan C1 bíl er stærðin. C1 er minnsti bíllinn (Smart er bara of mikið crap til að vera raunhæfur möguleiki nokkursstaðar, burtséð frá stærð, sorrý) sem ég veit um, og sá ódýrasti - en samt stórlega of dýr. 1.600K? Þetta er járn-í-járn!
Ég sakna Trabantsins.
Ásgrímur Hartmannsson, 15.5.2008 kl. 00:58
Bílar sem menga minna ( þegar í umferð) er frábær framtíðarsýn. Reiðhjólin eru til á flest heimili á dag og eru á sinn máta ekki síður raunhæf sem ökutæki, enda leysa þau svo mörg vandamál sem rafmagnsbílar gera ekki.
Eru lesendur meðvitaðir um frábærir eiginleikar reiðhjólsins til daglegra samgangna í þéttbyli ?
Til dæmis að þeir sem hjóla til samgangna lífa talsvert lengri og verða heilbrigðari en þeir sem hjóla ekki. Alþjóða heilbrigðismálatofnunin WHO bendir á hjólreiðar sem lausn fyrir sliguð heilbrigðiskerfi.
Í samvinnu við almenningssamgöngur verður þetta að enn betri og framtíðahæfari. Síaukandi bílaumferð er ekki raunhæf sem yfirgnæfandi aðallausn samgöngumála þéttbylis. Óháð eldsneytis.
(Morten)
Landssamtök hjólreiðamanna, 15.5.2008 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.