18.5.2008 | 14:09
Þegar fólkið veit að ekkert bíður þess nema dauði
þá er hætt við að það geri uppreisn. Á meðan það vonar að það geti lifað, er það hrætt við að herinn drepi það, sem heldur aftur af því.
Skv Al-Jazzeera sökk stór hluti af hrísgrjónaökrunum þeirra. Hvað dóu margir? 20.000? 30.000? Ekki nógu margir til að vega upp á móti því hve mikið af ökrum sökk.
Er líka nóg til af mat fyrir herinn? Ef herinn fær ekki að borða, þá er hætt við að yfirstjórnin sé í vanda.
Annars er þessi stjórn þeirra nú meiri lúðarnir. En við hverju er svosem að búast? Allar stjórnir langar til að vera Ríkisstjórn Norður-Kóreu, leynt & ljóst, og sumt fólk vill vera þegnar slíkrar stjórnar. Svo fer það alltaf eins: það kemur hungursneið og þeir sem mótmæla eru skotnir, barðir eða settir í djeilið.
Þúsundir gætu soltið í hel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.