Hann var á hraðferð á hraðbraut! Ó Nei! Við munum öll deyja! DEYJA!!!

Sumt fólk...

Maður í Bretlandi hefur sakað lögreglumenn sem gæta Harry prins um að hafa stefnt sér og fjölskyldunni sinni í hættu þegar verndarfylgd hans keyrði á ofsahraða á hraðbraut.

Gleymum prinsinum og fylgdarliði hans; hvaða pjakkur var ÞETTA?  Og gerir hann sér grein fyrir að hann var á HRAÐBRAUT? 

Hann var í þann mund að yfirgefa hraðbrautina þegar Audi bifreið sem ók á ofsahraða (beint á ofsahraðann maður!  Svo stórsá á honum!) nálgaðist bílinn. Hann fór þá yfir á næstu akrein við hliðina til að hleypa bifreiðinni fram úr og þá fékk hann Range Rover bifreið beint fyrir aftan sig sem nálgaðist á ógnarhraða.

Hann var á hraðakstursakreininni, á 35 km, með símann límdan við eyrað...  færir sig svo þegar umferð kemur, yfir á slowleinið, þar sem umferð er á 60 kmh...

“Þetta var skelfilegt. Í fyrstu hélt ég að bílarnir væru í einhvers konar kappakstri. Við urðum öll logandi hrædd,” sagði Williams.  

Í fyrsta sinn sem þau hætta sér út á M4 utan háannatíma. 

Williams áttaði sig á því að einn bílanna væri lögreglubifreið þegar hann sá blá ljós koma úr henni.

Huh? 

Hann neyddist til að gefa í á hraðbrautinni og keyra á allt að 160 kílómetra hraða til að forðast árekstur við bifreiðarnar.  

Og nú er vacuumið hreynt og útblásturinn ekki blár lengur.  Hann ætti að þakka prinsinum fyrir þessa þjónustu. 

20 mínútum seinna sá Williams sömu bílana er hann sat á rauðu ljósi í Lundúnaborg og brá heldur betur í brún þegar hann sá að þar sat Harry prins í aftursæti annarrar bifreiðarinnar.

//

Þetta voru sem sagt bara 2 bílar, annar var löggubíll, vegna þess að það voru ljós inní honum, hinn var eitthvað annað.

Ég ætla að vona, þegnum bresku krúnunnar vegna, að þessi sauður fari aldrei aftur út á hraðbraut.  Hann á eftir að drepa einhvern.


mbl.is Verndarfylgd Harry prins ók á ofsahraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er þetta nú ekki mikill hraði...   menn keyra almennt á 70-80 mílum á hraðbrautum í Bretlandi...  160 km er ekki nema rétt um 95 mílur.

karl (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 00:16

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er mikill hraði fyrir Triumph Dolomite manninn!

Svo birtist svona nöldur hættulegra manna í blöðunum! 

Ásgrímur Hartmannsson, 19.5.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband