Jarðskjálftaknúinn Hagvöxtur

Það kemur jarðskjálfti, öll hús í heilum bæ skemmast, fjöldinn allur af iðnaðarmönnum fá vinnu = hagvöxtur.

Kaldhæðnislegt, ekki satt?

Umferðarslys/óhöpp eru hagvaxtaraukandi á sama hátt.

Þetta virkar samt ekki alveg þannig.  Í raun er þetta gervihagvöxtur.  Allt þetta fólk sem er að vinna að viðgerðum gæti frekar verið í uppbyggingu.  (Nei, ekki húsbyggingum, það er of mikið af húsnæði - það vantar almennilega vegi.)  Allt þetta fólk sem þarf nú að borga fyrir viðgerð á húsunum sínum (nei, þessar 100 millur sem Ríkið segist ætla að reiða fram er brandari) er glatað fé, að mestu.  Betra hefði verið ef sá peningur hefði farið í daglega neyzlu.

Hafði það í huga þegar einhver bendir á að þetta sé gott fyrir hagkerfið. 


mbl.is Gríðarlegt verkefni framundan við að lagfæra hús og mannvirki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband