Djöfulsins glæpamenn

Í nýrri heildarstefnumótun um skattlagningu ökutækja og eldsneytis, sem starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins kynnti í dag,  er m.a. hvatt til notkunar á vistvænni ökutækjum með því að leggja á losunargjald eftir koltvísýringslosun ökutækja.

Fífl - má ég benda ykkur á að OPEC (og kínverjar) eru í óða önn að hækka verð á eldsneyti fyrir okkur?  Sennilega ekki.  Þetta mun valda verðbólgu, sem bitnar á öllum sem kaupa vörur.  Sem eru allir.  Það er svo frábært fyrir alla. 

Réttast væri að búa til eldsneyti úr þessum starfshóp. 

Að sögn Teits Þorkelssonar, framkvæmdastjóra Framtíðarorku, er mikil  gerjun er að eiga sér stað í þróun rafmagnsbíla í heiminum.

Útaf hærra verði á olíu.  Við þurfum ekki einhverja lókal þrjóta til að hækka verðið enn frekar! 

Hann segir að á ráðstefnu, sem var haldin á síðasta ári og fjallað var um orkugjafa í samgöngum, hafi allir verið sammála um að hlutur rafmagns í bílum muni aukast mjög mikið á næstu þremur til fimm árum

Það skiftir engu máli hvað þið gerið, hvaða gjöld þið leggið á, þetta mun allt koma.  Þangað til mun allt sem þið gerið, allar auka-álögur valda verðbólgu, kaupmáttarrýrnun og almennri skemmtun fyrir þá sem eru á aðeins lægri launum en miðborgarstjórar. 

Hann fagnar tillögum starfshóps á vegum fjármálaráðuneytisins, sem leggur til að sérstakt koltvísýrings-losunargjald verði tekið upp í stað vörugjalda á ökutæki, sem þýðir að því minna sem menn losa af koltvísýring því minna borga þeir.

Hann fagnar neyzlustýringu?  Það er til orð fyrir svona menn: Fasisti. 

Þá kemur fram í skýrslunni að kolefnisskattur verði lagður á jarðefnaeldsneyti.

Það er til orð fyrir það líka: kaupmáttarrýrnun. 

Teitur segist hins vegar vilja sjá skýrari hvata til innkaupa á bílum sem menga ekki neitt, þ.e. rafmagnsbílum sem séu væntanlegir á markað á næstu árum frá stóru bílaframleiðendunum.

Þetta er ekki spurning um mengun, þetta er spurning um peninga. 

Til nánari útskýringar þá greiðir bíll sem losar 0-100 grömm af koltvísýring miðað við hvern ekinn km ekkert losunargjald. Bíll sem losar 100 til 120 grömm greiðir hins vegar 5%. Munurinn er hins vegar meiri eftir því sem losunin eykst. T.d. greiðir sá sem losar á bilinu 161-180 grömm 20% losunargjald á meðan sá sem losar yfir 250 grömm greiðir hámark 60% losunargjald.

Huh?  Sko, menn eru nú þegar að borga formúgu fjár fyrir að blása út allskyns lofttegundum, í formi 265.826.619 milljón mismunandi sundurliðaðra falinna og opinbarra gjalda sem eru þegar á eldsneyti.  Við þurfum ekki fleyri frekar en við þurfum heilaæxli.

Þetta er fjárplógstarfsemi og ekkert annað.


mbl.is Vistvæn hvatning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætla þeir að legga ennþá meira á bensín/dísel en er nú þegar?

Sammála greinarhöfundi, fjárplógstarfsemi :/

Ragnar (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 18:19

2 identicon

Ég held að þú áttir þig ekki á að þarna er verið að tala um að leggja þessi gjöld á í staðinn fyrir núverandi vörugjöld, en þau gjöld er 30% og 45% eftir stærð vélarinnar.

Ég legg til að þú reiknir dæmið til enda áður en þú kvartar mikið meira ;)

Kjartan Sverrisson (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 18:25

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Koltvísýringur er bara afsökun til að leggja allskyns nýjar, og hærri álögur á ökumenn.

Vörugjöldin, sem þú segir að muni lækka, munu líklega ekki gera það.  Þeir A: "gleyma" að afnema þau, eða B: nýju álögurnar verða hærri.  Og þetta kerfi er flókið, og miðað við hvernig Ríkið fúnkerar, ekki einusinni rétt miðað við þeirra eigin mission statement.  Og flókin kerfi verða dýrari en einföld kerfi, sem veldur sóun.  Og við höfum alveg nóg af slíku nú þegar.

Ég treysti þessum pjökkum ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.6.2008 kl. 20:15

4 identicon

Ef eldsneytishækkun veldur verðbólgu, þá hlýtur besti mótleikurinn að vera að draga úr eftirspurn eftir eldsneyti.

Sigrún Helga Lund (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 21:04

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Rafmagnsbilar menga víst hvernig eru rafgeymarnir hvernig er að endurvinna þá Her er bara um dulda skattheimtu að ræða.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.6.2008 kl. 22:11

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Málið er að það eru ekkert allir í aðstöðu til að losa sig við gamla góða fjölskildubílinn.  Það er fólk með ekkert of há laun og nokkra krakka.

Reiðhjól eru einungis lausn á einu vandamáli: skorti á svitalykt á vinnustöðum.

Eldsneytisverð hefur áhrif á verð á hafragarut og mysu líka.  Það er ekki flutt með múldýrum.

Rafbílar gefa frá sér vetni og óson.

Framleiðzla á reiðhjólum, rafbílum og - öllu - gefur frá sér mikið úrval hverskyns eiturefna. 

Ásgrímur Hartmannsson, 3.6.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband