15.6.2008 | 10:22
Mér varð allt í einu hugsað til ólympíuleikanna...
Það er eins og mig minni að á síðustu ólympíuleikum hafi verið sýnt mikið frá handbolta. Í þeirri keppni lentu íslendingar í 287 sæti af 280, eða eitthvað svoleiðis. Á eftir vatikanríkinu, en á undan Brungaríu. En það land er ekki til utan Tom Swift bókanna.
Okkur gekk ágætlega í Stangastökki einhverntíma, fengum brons eða eitthvað slíkt. Einusinni var það Spjótkast. Þá var ekki talað um annað í mörg ár á eftir.
Það genur líka alltaf vel í skotfimi. Allir Íslendingar sem taka þátt í skotfimi á ólympíuleikunum koma heim með pening. Svo egngur vel í Skylmingum.
En frá hverju er sýnt? Handbolta. Það er handbolti alltaf. Stundum á nóttunni. Af hverju þeir nýttu ekki tækifærið til að sýna frá einhverri íþrótt sem við sjáum aldrei er mér hulið. ólympísku dvergakasti til dæmis, eða kappáti.
Nú, eða skíðum - maður fyllist alltaf vissri þjóðerniskennd við að horfa á Ílsenska keppandann detta flottast.
Íslendingar sigursælir á Norðurlandameistaramóti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.