Fjör á Grænlandi.

Grænland er sennilega leiðinlegasti staður í heimi.

Rök:

Hafandi skoðað tölurnar með öðru auganu síðan ég fékk almennilega nettengingu, þá hefur mér sýnst að það eina sem hefur fullkomna fylgni við sjálfsmorð í heiminum er hve leiðinlegt er að búa á viðkomandi stað:

Þar sem ekkert má - Japan, Sviss, Svíþjóð, Eystrasaltslöndin, Rússland, Indland.  Í gamla Sovét var hún ansi há.

Þar sem ekkert er að gera: Grænland, Eystrasaltslöndin, Rússland, Indland.

Þar sem lénsræðið hindrar fólk: Japan, mið austurlönd, Indland.

Komum að bandaríkjunum: þar sem einstaklingshyggjan er algjör, í suðurríkjunum, þar er tíðni sjálfsmorða lægri en þar sem hefðir eru sterkari - í norðurríkjunum.  Og þar sem fátæktin er algjör er hún miklu hærri, óháð fylki.

Ef þú getur ekki af einhverjum sökum, eða mátt ekki, og það er ekkert að fara að lagast, þá er bara eitt eftir í stöðunni. 


mbl.is Sjálfsvígsfaraldur á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kjaft - æði.

Sindri (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Rök-styddu.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.6.2008 kl. 13:11

3 Smámynd: Halla Rut

Vonleysi hlýtur að vera aðalástæða sjálfsmorðs og því gæti verið mikið rétt í þessu hjá þér að þar sem frelsi er að skornum skammti þá leiði það til vonleysis.

Annað sem er að á Grænlandi er há tíðni kynferðislegs ofbeldis á börnin. En þær tölur eru skelfilegar. Sömuleiðis er mikil neysla áfengis og þola þeir áfengi afar illa. 

Mikið er talað um fólkið í heiminum sem býr við bág skilyrði eins og t. víðast hvar í Afríku. Merkilegt hvað lítið er talað um Grænland. Það er eins og þeir hafi hreinlega gleymst.  

Halla Rut , 15.6.2008 kl. 13:14

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er fólk bara hreinlega í Reykjavík, á hlemmi og þar um kring sem býr við frekar bág skilyrði.  En eins og venjulega er eins og fólk fatti ekki að slíkt á sér stað undir nefinu á því.

Sennilega því það er þrifalegra að "hjálpa" Afríku.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.6.2008 kl. 13:28

5 identicon

Hef sjálfur búið í Tasilaq í 1 1/2 ár. Ráðlegg að kynna þér betur staðreyndir áður en þú tjáir þig um fréttir frá Grænlandi. 

Jón Tynes (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 14:22

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tynes: Fáðu þér orðabók, og flettu upp orðinu "sennilega".

Ásgrímur Hartmannsson, 15.6.2008 kl. 14:41

7 identicon

Má semsagt segja hvað sem er ef maður segir sennilega í byrjun setningarinnar.  T.d. Sennilega er þetta leiðinlegasta blogg í heimi

... (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 14:58

8 Smámynd: Grænlandsblogg Gumma Þ

Kæri Ásgrímur. Þessi grein í Morgunblaðinu fjallar um sorglegar staðreyndir héðan frá Grænlandi. Og ekki passandi að fara með fleypur um málið. Þó svo að þú hafir þínar skoðanir á málinu, sem þú hefur fullann rétt á, og teljir SENNILEGT að ástæður fyrir þessum atburðum séu leiðindi, þá vill ég velja að líta á þetta með öðrum augum. Báðum augum.

Ég hef búið hér í Grænlandi með smá hléum frá því 1971, 37 ár. Á hér fjölskyldu, börn og barnabörn. Stóran hóp af vinum og kunningjum um allt Grænland, þ.a.m í Tasiilaq á austurströnidnni. Hef því ekki komist hjá því að missa bæði unga vini og fjölskyldutengda í sjálfsmorðum. Af hverju þessi mörgu ungmenni hafa valið þessa leið veit ég ekki. Og að fara að telja að það sé sennilega af einhverjum ástæðum sem ég ekki veit neitt um, finnst mér ekki passandi.

Ég vill heldur nota minn tíma til að gera það sem ég get til að reyna að skilja unga fólkið hér og þeirra þarfir og óskir, og gera mitt til að þau fái sína drauma og óskir uppfyllta. Og að auki styðja við bakið á þaim sem eftir sitja í sorg vegna þess að hafa misst einhvern náinn.

Þetta er það sem ég hef að segja um þetta mál.

Með kveðju frá Nuuk, Grænlandi.

Guðmundur Þorsteinsson

Grænlandsblogg Gumma Þ, 15.6.2008 kl. 15:34

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég segi "sennilega" og týni til rök, það sem segir mér af hverju ég held að kenning mín sé sennileg.  Rökin voru, svo ég endurtaki mig: í þeim löndum sem er að jafnaði leiðinlegra að búa í en öðrum löndum, þar er að jafnaði miklu hærri tíðni sjálfsmorða.  Ég týni líka til ýmsar aðrar ástæður, svosem efnahag og stjórnmálaumhverfi.

Svo er misjafnt hvað fólki finnst leiðinlegt, en um það fjalla ég EKKERT.

Það eru því engin fleipur sem ég fer með - ég skora á hvert og eitt ykkar að finna slíkt í textanum.

Þetta er kenning.  Fellur hún að raunveruleikanum?

Ásgrímur Hartmannsson, 15.6.2008 kl. 16:24

10 Smámynd: Grænlandsblogg Gumma Þ

Sæll aftur Ásgrímur. Ég ætlaði nú að láta þetta fyrra innlegg mitt duga. En þar sem þú spyrð hvort kenning þín falli að ruauveruleikanum þá verð ég að minnsta kosti að svara því hvað mér finnst. Það er nú einu sinni svo að raunveruleikinn birtist í mörgun myndum. En ef að þér finnst yfirskrift þín falla að raunveruleika þessa máls "Fjör í Grænlandi" þá átt þú mikið eftir ólært.

Málið er dautt.

Kveðja Gummi Þ

Grænlandsblogg Gumma Þ, 15.6.2008 kl. 17:35

11 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta var mjög ófræðandi svar.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.6.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband