30.6.2008 | 12:55
Ef ég man rétt var það Göbbels sem sagði:
ef þú endurtekur lygi nógu oft fer fólk að trúa henni.
Sjá:
Í fyrirsögn er þeirri þvælu haldið fram að hraðakstur sé helsta orsök banaslysa. Svo, ef maður les textann kemur fram að það er bara alls ekkert rétt:
Drykkja, lyfjaneyzla, uppnám vegna rifirilda og fólk er hreinlega að föndra við annað en akstur undir stýri.
Sem gerir orsök banaslysa þessa: fólk undir stýri er ekki hæft til að keyra, eða er hreinlega ekkert að keyra. Og þessi hegðun er stunduð á vegakerfi sem jafnvel þætti skammarleg í Afríku.
Hraðakstur algengast orsök banaslysa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Las færslurnar þínar og fannst það sorglegt. Reykjanesbrautin er ekki hraðbraut! Það er mikilvægt að aka eftir aðstæðum, ekki hraðar en þannig að vegakerfið þoli það eða þannig að óvæntir atburðir valdi því að ökumaður missi stjórn á bílnum. Ég óska þess þér til handa að lítið barn hlaupi aldrei óvænt í veg fyrir bílinn þinn og annarra sem dýrka hraðakstur og mæla honum bót. Ég óska því þér til handa að þú verðir aldrei manni bana og að þú endir ekki í hjólastól. Þú getur tekið þessum óskum með hroka eða kaldhæðni, en ég vona að innst inni vitirðu að eitt lítið augnablik getur eyðilaggt líf þitt og margra annarra.
Garðar Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 13:42
frekar döpur færsla finnst mér og ég tek undir með Garðari með hans óskir..
Hraðinn drepur fyrst og fremst, annarlegt ástand ökumanna og almennt gáleysi drepur ekki endilega en ef þeir aka of hratt þá drepa þeir örugglega.. pottþétt.
Óskar Þorkelsson, 30.6.2008 kl. 15:28
Ég tek undir þetta með þér Ásgrímur, ég hef tvisvar nú á stuttum tíma mætt ökumönnumsem voru að lesa og á föstudaginn ók ég á eftir einum sem var að lesa.
Það er EKKI hraðinn sem drepur einn og sér.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.6.2008 kl. 18:52
Högni... jú víst !!
Óskar Þorkelsson, 30.6.2008 kl. 18:58
Nei Óskar.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.6.2008 kl. 19:16
án hraðans drepstu ekki ;).. því meiri hraði þess meira högg við árekstuinn... simple.. annað er orðhengislháttur.
Óskar Þorkelsson, 30.6.2008 kl. 19:48
Óskar! Fólk hefur nú drepist í bælinu svo það drepst alveg án hraðans, en ætli það séu ekki röng ákvarðannataka ökumannsins frekar enn hraðinn einn og sér og eða handónýt vegagerð.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.6.2008 kl. 20:24
jú jú Högni.. en án of mikils hraða þá kannski dræpist hann ekki þegar hann missir stjórn á bílnum...
Óskar Þorkelsson, 30.6.2008 kl. 20:41
Ertu að grínast Óskar? Samkvæmt þessu ætti aldrei að aka bíl hraðar en 30 því sagt er að þá byrji hann að drepa. þú getur aldrei sagt með vissu hvort hraðinn sé aðalorsökin nema það sé þeim mun greinilegra að um ofsaakstur sé að ræða og svo er ekki í öllum þessum tilfellum. Getur þú sagt að einhver sem ók á 95 og varð valdur að slysi hefði ekki gert það á 90? Ekki vera kjánalegur.
Gunnar (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 00:25
Gunnar ekki vera að kalla mig kjána í sömu mund og þú opinberar heimsku þína..
Ég segi hvergi sagt að hraðinn sé aðalorsökin að slysinu.. ég hef hins vegar margoft tuggið ofan í ykkur sauðina að hraðinn drepur !! þá skiptir ekki nokkru máli hvernig slysið kom til.. það var alltaf hraðinn sem drap.
Óskar Þorkelsson, 1.7.2008 kl. 10:03
Hraði einn og sér hefur ekki orsakað neitt sérlega mörg slys. Og þau hafa langflest orðið á lokuðum brautum.
Að öllu jöfnu verða slys vegna þess að fólk er ekki að hugsa um það sem það er að gera. Og það á við um öll slys.
Ásgrímur Hartmannsson, 1.7.2008 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.