1.7.2008 | 15:29
Trúir þú á hryðjuverkamenn?
Ja, Sea Sheppard voru hérna einusinni. Það er vitað hverjir eru í þeim hóp, svona nokkurnvegin, og auðvelt mál að senda þá úr landi.
Meiri ógn stafar samt af humgyndum um aukið eftirlit með hryðjuverkamönnum, grunar mig.
Ekki líst mér á að eitthver Ríkisstofnun fari að gegnumlýsa alla, vigta hægðir og hlera síma í óljósum tilgangi, með vísan í leit að einhverjum álfum, hryðjuverkamönnum eða jafnvel tröllum og draugum.
Jújú, það komu alveg útlendir glæpahópar. Þeir fylgdu pólverjunum, sællar minningar, og komust í gegn vegna þess að það var ekki PC að skoða bakgrunn allra þessara ódýru verkamanna sem þurfti svo nauðsynlega til að smíða öll þessi hús sem er ekki til nóg af fólki til að búa í. Það hefði verið mjög auðvelt. Bara þurft að hringja í Pólsku lögregluna og athuga hvort þessir peyjar væru með sakaskrá.
Þeir eru alltaf með sakaskrá. Bófar ráða ekki við sig.
Það þarf ekki að hlera neinn, eða gegnumlýsa neinn. Það þarf ekki leynilega ríkislögreglu. það þarf bara einhvern sem nennir að hringja út.
Aukin umsvif glæpahópa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.