17.7.2008 | 13:39
Það var gott að vita, en:
Hvað voru margar á ári síðustu tíu ár á undan?
Ef það fylgir ekki sögunni er engin leið að mynda sér gáfulega skoðun á þessari merku frétt.
Ég fékk einusinni þær upplýsingar að stungu-árásum fjölgaði um slatta (73%) á einum mánuði árið 2006 - svo það gæti verið meira. Eða sú fjölgun gæti hafa gengið til baka, þá gæti þetta verið lægri tala.
Samkvæmt almanaki sem ég komst í 2005, þá eru UK-búar 215 sinnum fleiri en við, svo við getum borið þetta saman ef við fáum fjölda árása á Íslandi líka. Það ættu að vera um 100 tilfelli hér á sama tíma, til eða frá svona 5. Þá ættu að vera 100.000 slíkar árásir í USA.
Svo gæti líka verið áhugavert að heyra hve margir hafa verið barðir með kúbeini, nú eða öðrum þungum, bitlausum áhöldum.
Yfir hve marga var keyrt viljandi á bíl? Gröfu?
Og hve margir voru einfaldlega barðir?
Og meðan við erum að tíunda hve margir voru stungnir í Bretlandi, því ekki að týna til Norðurlöndin? Ég er viss um að þar er fjöldinn allur af fólki stunginn á hverjum degi.
Ég meina, fyrst það er svona mikilvægt að við vitum nákvæmlega hve margir kvörtuðu undan því að hafa verið stungnir í UKinu, þá hlýtur að vera mikilvægt að við vitum hve margir voru ristir upp í Skandinavíu, ekki satt?
Yfir 22.000 hnífaárásir á Englandi og í Wales í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.