Þarf ekki að þýða neitt sérstakt.

Bara það að einhver fer mjög óvarlega með skotvopn þarna í Olsó.  Lögreglan, kannski?  Fullur veiðimaður?

Skot úr hvaða veiðiriffli sem er kemst alveg í gegnum einfaldan trévegg af 2 kílómetra færi.

Voðalega er þetta samt klaufalega orðað: 

Sextán ára sómalskur piltur liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi í Ósló eftir að skotið var í nótt með veiðiriffli á byggingu sem hýsir unga hælisleitendur í borginni.

Þessi setning lítur út fyrir að hafa verið skrifuð af sextán ára hælisleitanda með skot í fætinum. 

Að sögn norskra fjölmiðla var skotið einu skoti á bygginguna og fór það í gegnum vegginn og lenti í piltinum.

Rétt orðaröð er: einu skoti skotið, eða einu skoti hleypt af.


mbl.is Skotið á hæli fyrir flóttamenn í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband