Hvernig gerðist þetta?

Tilvitnun: 

Bíll valt í Kúagerði á Reykjanesbraut fyrr í kvöld. Var ökumaður hennar að reyna framúrakstur á innri akbraut. ...

Hvað er "innri akbraut?"

Þetta er Reykjanesbrautin, svo ég get gert ráð fyrir að þetta sé vinstri vegarhelmingurinn.  Eða hvað?  Og hvað var hann að "reyna" eitthvað?  Var ekki nóg bara að beyja yfir á vinstri og gefa svo rækilega í? 

Við framúraksturinn missti ökumaðurinn vald á bílnum sem fór út af veginum, á milli akbrauta en síðan upp á innri akbrautina aftur og þaðan út af veginum.

Þarna er hún aftur, þessi innri akbraut.  Hvað er það?  Þetta hef ég aldrey heyrt um áður.  Er þá Ytri akbraut?  Utan við hvað er hún?

Ég skil þetta ekki. 


mbl.is Bíll valt við framúrakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig grunar að þeir séu að tala um öxlina.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 01:24

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Stundum velti ég fyrir mér hvort þeir eru að þýða þetta af framandi tungum... en það er ekki vit í þeirri kenningu.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.7.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband