20.7.2008 | 19:37
Ég er með lausn!
Já. Ég veit að það kostar fullt af pening að senda björgunarsveitir að leita að snjó, hestum, kindum, gláku og öðrum hvítum hlutum sem ferðamenn eiga til að sjá og halda að sé banvænn ísbjörn.
Einnig ber að hafa í huga vangetu, ja, allra, til að ná ísbjörnum lifandi.
Svo ég hef lausn: látum túristana mæta með eigin hólk!
Já. Gerum það að skyldu að túristar hafi með sér riffil. Ef þeir geta ekki komið með einn sjálfir, leigjum þeim einn gegn vægri greiðzlu. Sendum þá svo út í óvissuna með þá ráðleggingu, að ef snjórinn, hesturinn, kindin eða glákubletturinn gerir sig líklegan til að ráðast á þá, bara munda hólkinn og skjóta nokkrum sinnum.
Í versta falli deyr kind. Þá er hægt að sekta ferðamennina fyrir eignaspjöll, nú eða sauðaþjófnað.
Svo væri hægt að bara selja veiðileifi á rollur.
Engir ísbirnir fundust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.