Smá kreppa? Plöh. Það er svolítið annað sem við ættum að hafa áhyggjur af:

Kaninn er nú að súpa seiðið af því að hafa lánað fólki sem ekki gat borgað afborganirnar.  Það ætti að kenna okkur eitt:

Ef fólk ræður við að borga afborganirnar er allt gott.

Sem þýðir: atvinnuleysi veldur kreppu.

En það er annað: Í bretlandi eru menn að smíða hergögn í gríð og er, það stærsta: flugmóðurskip.  Chavez er að kaupa fullt af kafbátum og þotum af Rússum.  Það er líka í gangi smá her-uppbygging í Kína.

Ekki veit ég hvort það eru viðbrögð við kreppu, en mér verður hugsað til millistríðsáranna: þá var í gangi hernaðar-uppbygging.  Þá var Kreppa.

... hugsum um þetta.  Kannski er Tævan í hættu?  Kannski ræðst Chaves inn í Kólumbíu?  Stríð eru alltaf mikill crowdpleaser.


mbl.is Fréttaskýring: Endurtekning frá 1931 í aðsigi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband