15.9.2008 | 22:52
Æðislegt!
Til slagsmála kom eftir réttarball í Árnesi aðfaranótt laugardags með þeim afleiðingum að ungur maður var sleginn hnefahögg í andlitið svo tvær tennur brotnuðu.
Fram að þeim tíma höfðu slagsmálin farið fram án ofbeldis.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru tveir menn handteknir, grunaðir um verknaðinn.
Tveir menn? Þá er það skipulagður glæpahópur! Með taugar til Eistlands, Póllands og fleiri landa sem brugga góðan bjór. Af þeim, hvor var það sem tók að sér höggið?
Við yfirheyrslur viðurkenndu báðir að hafa slegið til mannsins en töldu hann hafa lagt sitt af mörkum með því að hefja átökin.
En þeir voru svo drukknir þá að þeir muna ekki hver það var sem hitti. Og þetta var jú sveitaball, þannig að hrufl á hnefa merkir ekkert. Hljómar annars eins og týpískt rifrildi, þar sem menn koma sér saman um að magna rifrildið í stað þess að vinna sig úr því. Sumir hafa bara svo gaman af rifrildum að þeir eru ekkert til í að draga sig úr þeim eða vinda af þeim, og þá verða menn bara að taka afleiðingunum.
Þetta er sveitaball maður!
Slagsmál á réttarballi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Gerir þér ekki grein fyrir því að þeir réðust ekki saman á hann, 10 mín. eftir fyrri slagsmálin þá byrjuðu seinni slagsmálin, lögreglan stöðvaði fyrri slagsmálin en dyraverðir seinni slagsmálin.
Lárus (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:34
Kom eitthvað af þessu fram í fréttinni?
Ásgrímur Hartmannsson, 18.9.2008 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.