Fara allir peningarnir í Glitni?

Voru þeir ekki að segja að sá banki væri að fara á hausinn?  Ef þeir notuðu allan peninginn í bankann, hvað fer þá í að bjarga honum frá gjaldþroti, ef hann er svona ofsalega gjaldþrota?

Hafa ber í huga að bankinn ku vera 95% skuldsettur, og 15 sinnum stærri en Ríkissjóður.  Þeir fá sem sagt kannski 5% til baka.

Eða er bankinn ekki á leið á hausinn?  Bankinn sem er 15 sinnum stærri en Ríkið, að sögn.  Hvað voru þeir þá að "bjarga" honum?

Hvað um það:

Annað sem ég man eftir í svipinn:

Öryggisráðið.  Það kostar milljarð, minnst.

Ja...

Það eru svosem leiðir til að spara:

Það eru til dæmis eitthvað í kringum 200 mismunandi gjöld á eldsneyti.  Bensín, sko.  Hvernig væri að fækka þeim niður í 1?  Þeir geta haft það mjög hátt ef þeir vilja, geta kallað það hvað sem er: Bensíngjald, veggjald, Óliver...

Bara minni pappírskostnaður af þeim gjörningi myndi spara gommu af pening.

Svo væri hægt að lækka stýrivextina.  Svona 5%, jafnvel meira.  Í einum rykk.  Til að hleypa lífi í atvinnulífið og einfalda fólki afborganirnar.

Nú, ef þeir vilja virkilega gera almenningi gott þá gætu þeir lækkað virðisaukaskattinn niður í svona 14-15% óháð vörutegund.  Það myndi vinna mjög fljótt og vel á verðbólgunni með vaxtalækkuninni sem ég lagði til áðan.

Gleymum öryggisráðinu, það er bara kostnaður.  Lokum öllum sendiráðunum, og höfum í staðinn ræðismenn.  Þið vitið, gefum þeim svona platta með skjaldarmerkinu og konfektkassa á jólunum...   Miklu ódýrara.

Svo er örugglega fullt af fíneríi sem Ríkið er með sem má hefla aðeins af.

Það verður bara aldrei gert.  Þið munið öll kjósa þessa sömu gæja aftur.

Heh.

Þið eruð kindur.


mbl.is 57 milljarða króna halli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband