6.10.2008 | 23:47
Kommúnismi
Ef þeir hefðu látið Glitni í friði væri hann einn í vanda. En nei. Dabbi þurfti að tjá sig um hina bankana um leið, og þá fær enginn á landinu lán lengur, neinstaðar.
Var það planið allan tímann?
Og nú kemur frumvarp á alþingi þar sem Ríkið ætlar að fara að potast í fjármálum að mér sýnist allra bankanna.
Þar fór það fyrir lítið.
Jæja... við eigum amk enn fyrir salti í grautinn. Þeir voru nú ekki alveg svo heppnir hér árið 1930.
Nú er hægt að fá nokkrar bækur um Hafskipsmálið. Ég spái því að árið 2032 verði hægt að fá nokkrar bækur um Glitnismálið.
![]() |
Verður að lögum í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.