8.10.2008 | 00:51
Undanfarnar tvær vikur eru búnar að vera meira helvítis bullið.
Það er frekar óþolandi þegar maður fær það í andlitið að allt þetta lið sem á að vita eitthvað hvað það er að gera verður allt í einu, allt saman, uppvíst að því að vita ekkert í sinn haus.
Það var nú ágætt.
Maður vissi svosem að kosnu embættismennirnir væru ekki launa sinna virði, en hinir? Jafnvel ég hefði getað gert betur, og ég veit mest lítið um fjármál. Ég á a.m.k enn nóg fyrir salti á grautinn.
Betsson.com hefði verið betri kostur en þeir, held ég.
Og nú er ringulreið sem orsakast að svo miklu leyti af skorti á upplýsingum. Af hverju tökum við ekki nokkrar blaðsíður úr spilabók kanans, og höfum þetta allt á yfirborðinu?
Þá er spurningin: hvernig líður sparisjóðunum? Ekki leyfum við þeim að gerast viðskiftabankar núna, það er ljóst.
5 ár.
Jæja... Októberfest, einhver?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.