19.10.2008 | 15:09
Öryggi ekkert
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir hvað varðar árás á tvo lögregluþjóna í nótt að af fréttum megi ráða, að hér hafi það enn gerst, að ráðist sé á lögreglumenn að tilefnislausu.
Afhverju "varðar" það? Afhverju má það ekki vera beint að efninu? Afhverju þarf allt alltaf að vera varðandi eitthvað?
Viðurlög við slíkum árásum hafa verið hert að sögn Björns og sé enn nauðsynlegt að grípa til ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi lögreglumanna, ber að huga að öllum leiðum til að gera það.
Það voru þarna þekktir, margdæmdir ofbeldismenn. Af hverju voru þeir pjakkar ekki í steininum? Vegna þess að menn eru ekki settir í steininn nema nokkra mánuði fyrir að vera ofbeldismenn, það er þess vegna. (Eða ætti ég kannski að segja að það sé varðandi þessvegna, alltso, dæmir sig bara sjálft?)
Menn eru settir í djeilið í þúsundir ára fyrir að smygla inn nokkrum grömmum af spítti, það má gera menn gjaldþrota fyrir að aka á 100 lengst úti í sveit, jafnvel setja heilu efnahagskerfin á hausinn fyrir að biðja um lán, en það má ekki setja ofbeldishneigða fanta í steininn meira en tvo-þrjá mánuði?
Sauðir, alltsaman.
Björn: Tryggja verður öryggi lögreglunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.