12.11.2008 | 12:53
Stækkandi hópur hefur mikinn frítíma
Það er ágætt að að fólk er ekki heima að stara út um gluggann eða telja á sér tærnar.
Og sumir hafa ekki bara frítíma. Bráðum verður slatti af fólki þarna úti með bæði endalausan frítíma, og botnlausar skuldir.
Reitt fólk með endalausan frítíma og botnlausar skuldir.
Haldist í hendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Og hverjum er það svo að kenna? Ekki segja Davíð Oddsson eða "útrásarvíkingarnir"
Staðreynd málsins er sú að við Íslendingar (já hinn almenni borgari) höfum hagað okkur eins og fífl undanfarin ár. Heimili landsins hafa skuldsett sig langt upp fyrir haus að eitthvað hlaut að gefa eftir. Og þessi skuldsetning heimilana safnaðist saman áður en hrun bankanna kom til.
Hversu margir "endurfjármögnuðu" íbúðarlánið sitt, og kipptu svon einum jeppa með??
Fyrirgefðu, en ég get bara ekki vorkennt fólki sem hefur tekið þátt í þessu skuldafylleríi undanfarin misseri og er í vandræðum núna. Ég meina, hvaða vitleysingur tekur íbúðarlán í erlendri mynt þegar krónan er sem sterkust???
Skulda-þynnka (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:57
Hver er að biðja um vorkun? Hvað kemur það málinu við hvejum þú vorkennir eða ekki?
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:55
Hver þjóðnýtti bankana, og gaf þjóðinni þar með ótrúlegar skuldir? Var það kunningi þinn sem fjárfesti í flatskjá, eða var það einhver annar?
Skuldir eru ekkert stórt vandamál ef maður hefur getu til að greiða þær. Nú virðist mér unnið að því að taka burt getu sem flestra til að borga.
Hver og einn verður svo að bera ábyrgð á eigin eyðzlu sjálfur.
Ásgrímur Hartmannsson, 12.11.2008 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.