Förum líka yfir þetta:

Viðamikil rannsókn hefur leitt í ljós að óánægðir einstaklingar horfa meira á sjónvarp heldur þeir þeir sem telja sig vera ánægða. Hinir síðarnefnda lesa t.d. frekar eða fara út til að hitta fólk.

Vísindamennirnir halda því hins vegar fram að sjónvarpsgláp leiði til almennrar óánægju.Þeir komust einnig að því eru bein tengsl á milli óánægju og það að horfa á sjónvarp.

Einnig?

Þá segir að þeir sem telji sig vera óánægða verji fleiri klukkustundum fyrir framan sjónvarpið, um 30% fleiri, en þeir sem telja sig vera ánægða, að því er segir á fréttavef Reuters.

Af hverju?  Af því að þeir eru óánægðir? 


Fram kemur að það að horfa á sjónvarp sé skammgóður vermir en því fylgi engin varanleg hagsbót. Einnig taki sjónvarpið tíma frá öðru sem - í fyrstu - gæti litið út fyrir að veita takmarkaða ánægu, en muni á endanum hafa meiri áhrif á líðan viðkomandi. „Sjónvarp er þess valdandi að fólk er óánægðara,“ segir í rannsókninni.

Vísindamennirnir komust að því að það er samhengi á milli almennrar ánægju og athafna á borð við kynlíf, lestur bóka og það að fara út og hitta annað fólk.

Samhengið er?

Hver er svo grunn munurinn a að lesa bók og að horfa á sjónvarp?

Nú, ef þú hittir aldrei neitt annað fólk þá stundar þú ekkert kynlíf, sem náttúrlega leiðir af sér að þú hefur endalausan tíma til að lesa bækur... eða horfa á sjónvarp.

Í hvora átt er aftur orsakasambandið?


mbl.is Óánægðir horfa meira á sjónvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning hvort að endlaust áreyti af gagnslausum og neikvæðum upplýsingum í formi frétta og auglýsinga sem ekki eru í bókum hafi eitthvað að segja?

Atli (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þá er Animal Planet svarið.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.11.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband