Það var náttúrlega nauðsynlegt að finna þetta lík...

Nú getum við öll sofið rótt, vitandi upp á hár hvar beinin af Kópernikusi liggja.  Ég ætla að setja títuprjón á kortið mitt, til að gefa það til kynna, svo ég þurfi ekki að ryfja það upp.

Annars er nokkuð þarna sem vekur athygli mína:

Vísindamenn telja sig hafa fundið jarðneskar leifar pólska stjörnufræðingsins Nikulásar Kópernikusar með því að bera DNA sýni frá beinagrind saman við hár sem fannst í einni af bókum hans.

Getur ekki verið að þetta sé einhver annar, sem missti af sér eitt hár þegar hann var að lesa þessa bók?

Það bara hlýtur að vera að einhver hafi lesið bókina einverntíma.  Nema Kópernikus hafi rölt um með bókina milli manna og lesið upp úr henni.  Sem væri auðvitað flott þjónusta. 

Jerry Gassowski, fræðimaður við fornleifaskóla í Póllandi, sagði ennfremur að endurgerð á andliti eftir hauskúpu beinagrindarinnar sem fannst í pólskri dómkirkju líkist mjög samtímamyndum af Kópernikusi.

Og ég líkist mjög einhverjum náunga sem vinnur við Laugaveginn, skilst mér. 

Hann hafi verið þekktastur fyrir að hafa afneitað jarðmiðjukenningu Ptólemaíosar, sem þá var viðurkennd af kirkjunni. Kópernikus og eftirmenn hans sýndu fram á að maðurinn býr ekki í miðju alheimsins eins og haldið hafði verið fram að því.

Kenning Kópernikusar er sögð hafa líkst mjög kenningu Aristarkosar frá Samos (grískur stjörnufræðingur, uppi um 310-230 f.Kr.), en er ólík í nokkrum mikilvægum atriðum.

Aristarkos var ekki eftirmaður Kópernikusar - en var með svipaða kenningu.

Hvað héldu svo Mayarnir?  Ég las þykka bók um þá einhverntíma, en ég man ekki til þess að humyndir þeirra um miðju sólkerfisins hefði borið að góma.  Athyglin var öll á þessum steypumannvirkjum þeirra. 

 
mbl.is Líkamsleifar Kópernikusar fundnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband