Gæti það verið þeim sjálfum að kenna?

Skoðum aðeins:

"Eins og á Íslandi er gjaldmiðilinn okkar nú á hraðri niðurleið og erlendir fjárfestar hafa sig á brott." 

Hvernig var það nú... ég man eftir því bara fyrir skömmu, þá lögðu þeir undir sig fyrirtæki, vegna þess að það var frá sama landi og annað fyrirtæki sem gerði sér það til miska að fara á hausinn. 

Kannski vila útlendir fjárfestar síður vera rændir af brezka ríkinu og stimplaðir hryðjuverkamenn fyrir það eitt að eiga fyrirtæki frá sama landi og eitthvað annað fyrirtæki sem fór á hausinn. 

Bara svona pæling...

"Breskir bankar séu í reynd gjaldþrota."

Heyrði þá tala um þetta í útvarpinu áðan.  Bankarnir eru með of háa vexti, (sem er einmitt allt að drepa hérna líka) og eru að leggja undir sig fasteignir fólks.  Sem svo hrynja í verði í kjölfarið því enginn hefur efni á þeim lengur. 

"Eins og á Íslandi sé allt of lítið fé í tryggingasjóðum bankanna komi til hruns þeirra. Og eins og á Íslandi séu bankarnir hrikalega skuldsettir, skuldirnar séu miklu meiri samanlagt en þjóðarframleiðslan, bankarnir hafi, eins og þeir íslensku, ekki látið sér duga fé á innlánsreikningum heldur farið út í stærri ævintýri."

Bankar í Englandi eru undir sömu lög sett, og Englendingar eru, þó þeir vilji kannski ekki viðurkenna það sjálfir, líka búnir til úr kjöti.

Og þar sem allar kjötverur hegða sér á samskonar hátt, þá er ekkert skrýtið að það fari eins þarna og hérna.  (Bíðum bara þar til Brown/Darling taka Davíð á þetta og rústa efnahagnum ölum yfir eina helgi.) 

"Menn þori ekki að segja sannleikann um slæma stöðu bankakerfisins."

Sem er sennilega það eina sem heldur þeim frá gjaldþroti eins og er. 

„Samdrátturinn er varla byrjaður og bankarnir eru þegar á hnjánum. Margir tugir milljarða punda af lélegum lánum eiga eftir að koma í ljós þegar fyrirtæki og einstaklingar geta ekki borgað af þeim," segir Hosking.

Prófið að lækka vextina.  Það gefur fólki von um að geta þó borgað af lánunum - þó þau hverfi ekki.

Í kreppu ættu vextir helst ekki að fara yfir 1%.

Við höfum verðtryggingu, þá þurfum við ekki einusinni vexti.


mbl.is Bretland sömu leið og Ísland?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt! Gott á þá! Vonandi fer allt til helvítis í þessu skítalandi þeirra!

óli (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 13:44

2 identicon

Ég mun standa fyrir utan Breska sendiráðið og hlæja að þeim þegar hrunið verður í Bretlandi

sigurbjörn (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Flott, mætum þá öll þangað og grillum.  Mætum með partýhatta.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.11.2008 kl. 23:30

4 identicon

þetta er nú meira rausið ,farðu á hlemm og kynntu þér málin.

ukall (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband