Hver er hugsunin á bakvið þetta?

Aðgerðir sem gera skal til nú þegar er hækkun stýrivaxta í 18 prósent

Í þeim tilgangi að auka flæði peninga til landsins.

Raunverulegar afleiðingar: flæði vinnuafls úr landi eða á atvinnuleysisskrá. 

Í öðru lagi er fjallað um fjármagnsinnspýtingu í nýju bankana þrjá með útgáfu ríkisskuldabréfa á markaði sem miða að því að koma eiginfjárhlutfalli þeirra í það minnsta 10 prósent.

Allir peningarnir fara í þetta, sýnist mér, því bankarnir yfirtóku svo mikið af skuldum.  Þeir sem ekki yfirtóku skuldir eru taldir til hryðjuverkasamtaka í Bretlandi, og hafa engin fjárráð.

Eða það sýnist mér.

Í þriðja lagi er talað um að móta stefnu um endurheimt eigna, og á liggja fyrir í lok nóvember 2008. Einnig að Fjármálaeftirlitið yfirfari viðskiptaáætlun nýju bankanna hvers fyrir sig.

Hvað þýðir þetta?  Hvaða eignir?  Þessar sem eru frosnar í Bretlandi, eða þessar sem voru "endurheimtar" með miklum gassagangi hér um daginn? 

Loks að undirbúa áætlun um aðgerðir til að treysta ríkisfjármálin miðað við mitt tímabilið.

Ég vona að það þýði ekki meiri "endurheimt eigna."


mbl.is IMF tímasetur aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband