26.11.2008 | 15:50
Vegagerð er atvinnuskapandi
Mig grunar að vegabætur verði saltaðar þer til slokknar á sólinni. Hún er svo mikilvæg að hún fær að bíða að eilífu.
Fólkið hins vegar... vinnufélagi minn frá þýskalandi spyr mig oft hvort fólk fái ökuleyfið í kornflexpökkum.
Það er alltaf verið að svína á hann, stoppa í miðjum hringtorgum, þvælast á 30 á vinstri akrein með síma í hvoru eyra og þann þriðja í nefinu.
Ísland taki forystu í umferðaröryggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Íslendingar eru upp til hópa idiot, ósiðaðir og félagslega óhæfir. Þú bætir ekki umferðina með mannvirkjum hér, algjör misskilningur, Þessi tjalli veit ekkert um hvernig mörlandinn er og hagar sér, hann gengur útfrá því að hér sé siðað fólk, sem fyrirfinnst hér varla. Smá ábending; vegagerð er alls ekki atvinnuskapandi í þeim skilningi að hún veiti fjölda fólks vinnu, alls ekki. Hún er fyrst og fremst fyrir verktaka og vinnuvélaeigendur.
Boris (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 16:48
Eru verktakar og vinnuvélaeigendur ekki meðal þeirra sem eru illa staddir atvinnulega séð í dag?
Ég er hins vegar alveg inn á því að það þarf að vera meiri endurnýjun í samfélaginu á hvernig fólk keyrir. Það væri hægt að ná þessu fram m.a. með auglýsingum eða stuttum sjónvarpsþáttum. Það er fátt sem að pirrar mig meira heldur en þegar einhver hangir á vinstri akrein á nákvæmlega sömu ferð ef ekki minni heldur en er á þeirri hægri og maður er kannski að verða of seinn. Fólk
Líka þegar fólk er að koma inn á hringtorg á háannatíma, það er kannski biðröð af bílum sem bíða eftir að komast inn á, og bíllinn sem er fremst í röðinni nýtir ekki þau tækifæri sem að að bjóðast. Svo þegar bílar sem eru á hringtorginu eða eru að koma inn á gefa engin merki um hvað þeir ætla að gera þá er ómögulegt fyrir ökumann sem ætlar inn a að taka ákvöðrun. Fólk þarf að vera meira vakandi fyrir þessu.
Axel (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 09:39
Í sumum löndum, td USA, er mismunandi hámarkshraði á milli akreina - en hér er vegakerfið hreinlega ekki búið undir svoleiðis lagað.
Tökum sem dæmi ef þú ekur hringbraut frá kringlunni. Hvert ert þú skikka'ur til að aka við umferðarmiðstöðina?
Út á Flugvöll! Það eru ekkert allir að fara út á flugvöll! Sá sem hannaði þetta er sauður.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.11.2008 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.