Sá þetta í sjónvarpinu.

Þeir töluðu við einhvern gæa í Indverska hernum.  Hann sagði: "þetta eru greinilega mjög vel þjálfaðir menn, enginn nema vel þjálfaður maður getur skoð úr vélbyssi og hent handsprengju."

Jæja?

Þessir þrjótar voru allir með AK-47, það er hugsanlega einfaldasta vopn í heimi, fyrir utan kannski gaddakylfu.  Hvaða bjáni sem er getur lært á slíkt vopn á einni mínútu.  Hann fær bara vopnið, fær að vita hvaða partur snýr fram og hvar gikkurinn er.  Þeir lifa sjaldnast nógu lengi til þess að klára öll skotin hvort eð er, komi til alvöru bardaga. 

Handsprengja; þú togar út pinnann og hendir henni fyrir horn.  Eða ofan af svölum, eða niður stiga.  Þarfnast aðeins hærri greindarvísitölu en riffillinn, því röng notkun þýðir örkumlun og dauða - þær þurfa að fara minnst 20 metra, annars lendir maður í verulega slæmum málum. 

Þetta er ekki flókið, tekur svona þrjú korter.


mbl.is Um 155 látnir í Mumbai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband