15.12.2008 | 19:41
Hver er taktíkin?
Hvaða yfirburðir fást með þessum aðgerðum?
Ef maður mætir með byssu í hnífabardaga, þá er maður að iðka góða taktík. Ef maður kemur sér fyrir uppi á þaki til að skjóta á þá sem standa fyrir neðan, þá er það góð taktík. Ef maður kveikir í skógi til þess að fæla þá sem þar inni eru út, þá er maður að iðka góða taktík.
Það er hernaður.
Hvað fæst með að mæta inn í bæ með fullt af liði og nauðga öllum?
Fólkið er ekkert að fara neitt. Svo, hver er taktíkin?
Nauðgunum beitt sem stríðsvopni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ég held hún gangi fyrst og fremst út á að brjóta niður móralinn með villimennsku.
Anna Lilja, 15.12.2008 kl. 20:45
Hvaða yfirburðir? Er það ekki ansi augljóst. Ofbeldi er notað til að stjórna, niðurlægja og viðhalda hræðslu. Það er taktíkin. Skipulagðar nauðganir hafa löngum verið notaðar í stríðum og er engin nýjung. Ef eitthvað, þá sýnir þetta best að nauðganir eru ofbeldi sem í sjálfu sér er taktík.
linda (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:14
Ofbeldi sem slíkt er ekki taktík. Að beita því með markmiði er það. Þú tekur ekki yfir land með því að nauðga þegnunum.
Þeir eru þegar með algjöra yfirburði, og þurfa ekki að nauðga neinum.
Mig grunar að mannskapnum þyki þetta skemmtilegt. Sem segir mér að þetta sé ekki mjög agaður mannafli.
Ásgrímur Hartmannsson, 16.12.2008 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.