17.12.2008 | 12:02
Skemmtileg frétt
Fréttin er um skóla. Það er skemmtilega kaldhæðnislegt að hún skuli vera eins illa skrifuð og hún er:
Lítill munur er á milli landshluta í fjórða bekk hvað varðar einkunnir
Var það, já?
Í stærðfræðinni er hæsta meðaleinkunnin í nágrenni Reykjavíkur,
Hún er staðsett þar, ágætt. Það er ég viss um að nemendur á þessu svæði fengu að jafnaði þessa einkunn.
Nú fékk ég ekki 10 í málfræði, eða 9, og ég veit vel að ég hvorki tala né skrifa fullkomlega rétt, en það væri nú ágætt ef blöðin væru rétt. Réttari en ég helst.Lítill munur milli landssvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þessi málnotkun fær falleinkunn! Nema hún sé skrifauð af nemanda í 9 ára bekk.
Jón Halldór Guðmundsson, 25.12.2008 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.