Á árinu mun Ríkið byrja að rukka þig

Stöð 2 sagði mér að nú væru engin afnotagjöld lengur.

Hey, fiskhausar, þið ljúgið því!

Sko, nú eiga allir sem komnir eru yfir 18 ára aldurinn að fara að borga afnotagjöld, hvort sem þeir eiga sjónvarp og/eða útvarp eða ekki, og alveg burstéð frá hvort þeir horfa á það eða ekki.

Já, gott fólk.  Það er komin kreppa og næstum allir hafa minna milli handanna en áður, og hvað gerist?  Jú, Ríkið byrjar að rukka gjörsamlega alla um 14-18.000 kall aukalega, í stað þess að selja bara RÚV og allt sem því tengist í sparnaðarskyni.

Ég skal fyrstur manna viðurkenna að RÚV léttir stundum lund - besti brandari sem sú stofnun segir er eftirfarandi:

"Við gegnum svo mikilvægu öryggishlutverki."

Haha!

Suðurlandsskjálfti, einhver?

Stöð 2, Bylgjan, jafnvel FM koma betur út í öryggishlutverkinu.

Næstbesti brandarinn er: "RÚV gegnir mikilvægu hlutverki sem menningarstofnun."

Aha?

Skilgreiningin á menningu: það sem fólk gerir.  Svo menningin fer ekkert þótt RÚV fari.  Gæti jafnvel gengið aðeins betur, ef þetta batterí hætti að sjúga 4 milljarða árlega af landsmönnum.  Það er peningur sem alveg er hægt að nota í eitthvað annað.

Bara svona að benda á þetta.

Til hamingju með afnotagjöldin.

Og Gleðileg Jól og farsælt komandi ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband