Spurningar, spurningar...

Reynum að svara þeim byggt á fortíðinni:

Af hverju hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands ekki verið lækkaðir eins og stýrivextir í löndunum í kringum okkur?

Út af "sérstöðu Íslands."  Hvað sem það nú er.  En það er önnur spurning.  En það er ekkert fallegt af mér að vekja bara upp meiri spurningar, svo:

Vegna þess að hér er byggt á hagfræði sem kom í ljós fyrir 70 árum að virkar ekki.

Nærtækasta skýringin er sú að verðbólga mælist enn há og fer enn hækkandi.

Vextirnir ýta undir þessa verðbólgu.  Það er annar gaur búinn að útlista vel hvernig það gerist.  Tékkið á honum.

Forsenda: Stjórnvöld í nágrannalöndunum hafa að undanförnu verið að gera allt sem þau geta til að örva lánamarkaðinn og efnahagslífið, og hver seðlabankinn af öðrum hefur lækkað stýrivexti sína, jafnvel niður á lægra stig en sést hefur, sumir niður að núll prósentum. Tilgangurinn er að vinna á móti samdrættinum. En ekki hér, því vöxtum er haldið háum.

Spurning: Sú spurning vaknar hvort vextirnir hér á landi verði óhjákvæmilega að vera háir til langframa og þá jafnvel að höft á gjaldeyrismarkaði verði einnig nauðsynleg.

Getur verið að hér sé viljandi verið að skemma efnahaginn?  Það gæti verið svarið.  Það er samt aðeins of álpappahattslegt svar.  svo ég vil halda fram að þetta sé gert af vankunnáttu, jafnvel heimsku, ef ekki samblandi af báðu. 

Seðlabankinn reiknar með að traust skapist á gjaldeyrismarkaði og að í kjölfarið verði hægt að lækka stýrivexti í takt við lækkandi verðbólgu.

Seðlabankinn tekur þátt í að halda verðbólgunni uppi, svo það verður ekkert hægt að lækka þessa vexti á þeim forsendum sem þeir gefa sér.  Þeir eru búnir að búa til vítahring sem þeir kæmust kannski út úr ef þeir föttuðu hvað þeir eru að gera rangt.

Í þessu sambandi vaknar sú spurning hví gjaldeyrishöft og skilaskylda á gjaldeyri duga ekki til.

Duga ekki til?  Þau ýta hressilega undir vandann!

Þarf virkilega hæstu stýrivexti á byggðu bóli einnig, jafnvel þó samdráttur blasi við á öllum sviðum?

Þeir ýta líka undir vandann!


mbl.is Háir vextir og höft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband