Af hverju sprakk hún?

Voru þeir að reyna að kveikja í henni þarna inni líka?

Ég og bróðir minn vorum alltaf að búa til einhverjar sprengjur, og endurbæta þessa frekar slöppu flugelda sem þá stóðu til boða.  Oft bara á eldhúsborðinu.  Aldrei sprakk neitt án okkar vilja.  (Reyndar oftast öfugt, það sprakk ekki þó við vildum það.  Þá var það látið liggja í smá stund.)

Ekki veit ég hvernig þeim félögum tókst að tendra eld í þessari sprengju sinni.

Kannski var hún úr málmi, og þeir reyndu að bora fyrir kveiknum eftirá.  Það hefur gerst.

Kannski voru þeir að malla saman alvöru sprengiefni.  Samkvæmt uppskrift af netinu...  Slíkt á það til að springa bara því það langar til þess. 


mbl.is Voru að útbúa heimatilbúna sprengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf ekki meyra en stöðurafmagn tiæ að sprengja púður, Td flíspeysa eða önnur gerfiefni

Siggeir Pálsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:54

2 identicon

Það er fræðilega séð rétt hjá þér, en gríðarlega ólíklegt, að hafa áhyggjur af svoleiðis er eins og að þora ekki að dæla í bílinn þinn þegar þú ert í flíspeysu.

Siggi (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:58

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það þarf flíspeysu, og svo jörð.  Þá færðu neista.

Eins og ég gerði þetta alltaf var enginn möguleiki á neinu stöðurafmagni. 

Ég held að þessir gaurar hafi verið að gera eitthvað annað.  Leika sér að eldspítum á meðan eða eitthvað. 

Ásgrímur Hartmannsson, 17.1.2009 kl. 00:05

4 identicon

Hef grun um að Siggeir viti hvað hann er að segja. Ef þetta er sá Siggeir sem ég þekki, þá er hann einn okkar fremsti flugeldasýningastjóri og á margar af glæsilegustu flugeldasýningum Suðurnesja, m.a. á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Útlærður í meðferð flugelda og þekkir þau efni sem hvað helst geta valdið neista og það þarf ekki nema eina agnarsmáa "eldingu" til að hleypa öllu í bál og brand...

Hilmar Bragi (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:17

5 identicon

Flash púður, kannski?

Flassi (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:18

6 identicon

hmmm, voru þeir með dínamít hvellhettu? þær "þola" illa rafmagn

dolli (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:23

7 identicon

Það þarf ekki mikið, sendimerki úr farsíma getur verið nóg til að framkalla sprengingu eða jafnvel bara högg.

Allt sem að hleður stöðurafmagni getur valdið neista og t.d. ef að þér er alvara með sprengjugerð ertu líklegast með gúmmímottur á gólfum og helst sem minnst af málmum og rafmagni inni þarsem að að þú vinnur við þetta.

Annars er þetta bar slys og það gerir lítið gagn uppúr því að velta sér uppúr þessu. 

Davíð GJ (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:27

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er bara forvitni af minni hálfu.  Mér finnst gott að vita nákvæmlega hvernig aðrir lúðra hlutunum, svo ég geti sleppt því að klúðra þeim þannig sjálfur.

Þess vegna er ég nú enn með 5 fingur á hvorri hendi. 

Ásgrímur Hartmannsson, 17.1.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband