Í gamla daga voru sprengjurnar öðruvísi.

Hér í denn, þá þurfti kúlu af úrani 235 (eða var það 237?  ég gleymi...) á stærð við tennisbolta til að fá critical mass.  Sú kúla hefði verið 20 kíló að þyngd.  Sem þýðir að þessi 30 kíló duga ekki í nema 1 atómbombu.

En mínar upplýsingar eru náttúrlega síðan 196X.


mbl.is Kjarnorkusprengjur í Norður-Kóreu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snoo Pingas UIC

Ekki það að ég viti það fyrir víst, en ég held að sprengjurnar í dag séu smærri og kraftminni en þær sem tíðkuðust í denn. Svona meira "taktikal". En þær stóru náðu hámarki með Tsar-sprengju Rússana sem braut meiraðsegja glugga í Finnlandi, þrátt fyrir yfir 1000km fjarlægð

En eflaust hefur sprengjusmíði, eins og svo mörgu öðru, farið fram síðan 196X :)

Snoo Pingas UIC, 18.1.2009 kl. 01:15

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessar í denn voru ekki einu sinni megatonn.  Svona 0.1 meg.  Núna eru þær 0.5 og upp í svona 10.

Og það er ekkert nákvæmt við þetta.  Allt innan kílómeters frá þeim stað sem þær lenda brennur upp til agna, molnar og dreyfist um alla jörðina undan vindi.

Það eina sem ég veit fyrir víst að hefur batnað aðeins, er að þær eru ögn þrifalegri núna.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.1.2009 kl. 11:41

3 Smámynd: Snoo Pingas UIC

Það er nú ekki alveg rétt hjá þér. Hirosimasprengjan bara brotabrotbrota af þeim sprengjum sem fylgdu þegar kaldastríðið náði hámarki. Til dæmis var Tsarsprengjan um 50 megatonn, og Krústjov fullyrti að tæknilega getan til þess að hafa hana 100 megatonn hafi verið til staðar. Og það var árið 1961.

Það sem ég á við að þessar sprengjur sem notaðar eru í dag séu kannski meira "taktikal" er það að þær eru kannski ekki jafn kröftugar og þær sem voru við lýði þegar kaldastríðið var uppá sitt besta, þar af leiðandi kem ég með mögulega útskýringu á því að þessi 20 kíló af úraníumi sem Norður-Kóreumenn hafa undir höndunum geti dugað í allt að 30 sprengjur, skv þeim stöðlum sem notaðir eru um kjarnorkusprengjur í dag. Þó finnst mér líklegast að kunnáttan á nýtingu úrans hafi bara farið fram og því sé mögulegt að gera öflugari sprengjur úr minna magni af úrani en áður tíðkaðist.

Snoo Pingas UIC, 20.1.2009 kl. 22:21

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú ert eitthvað að misskilja mig.  Ég veit vel að Hiroshima bomban var ekkin nema svona 0.1 megatonn - eins og ég sagði hér fyrir ofan.  Tsar sprengjan þín var 61-63 megatonn, og var vetnissprengja - það er kjarnorkusprengja á kafi í réttri blöndu af vetni og liþíumi.  Það er svolítið meira maus en að smíða venjulega atómbombu.

Aflmunurinn er svona eins og munurinn á .22 skammbyssu og .50 riffli.

Taktíkin allan tíman var að viðhalda svona stóru mexican standoffi.

Og það er sama hvað tækninni hefur fleigt fram, þeir ná aldrei critical mass út úr 2 kílóum af úrani.  Eðlisfræðin bara leyfir það ekki.  Gerði það ekki í denn, gerir það ekki nú.

Sóun á góðu úrani.  (Að búa til skotfæri úr notaða úraninu er líka sóun á góðu eldsneyti, það er vel hægt að bræða aðeins meiri orku úr því - bara meinloka í þeim að gera það ekki.)

Ásgrímur Hartmannsson, 21.1.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband