29.1.2009 | 15:52
Stutti spretturinn brennir sykri.
Á langri göngu brennir maður prótíni, og þegar það er virkilega kalt úti brennir maður fitu.
Eða svo er sagt.
Besta leiðin til að forðast sykursýki er að halda sér nokkurnvegin í formi. En það er bara áunnin sykursýki og áunnin hjarta-vandamál. Meðfædda sykursýki og hjartagalla losnar maður hinsvegar ekki svo glatt við.
Stutti spretturinn bestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Það fæðist engin með sykursýki.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.1.2009 kl. 16:16
á ég þá að hætta að hlaupa langhlaup það skemmtilegasta í lífinu?
gestur (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 08:34
hvað er þá meðfædd sykursýki (sykursýki I)?
Árni (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:56
Það er víst mögulegt að fæðast með sykursýki.
http://www.healthatoz.com/healthatoz/Atoz/common/standard/transform.jsp?requestURI=/healthatoz/Atoz/dc/caz/diab/dia1/dia1_gen_ovw.jsp
Ásgrímur Hartmannsson, 1.2.2009 kl. 17:01
Það fæðist engin með sykursýki eitt. Sykursýki eitt er trúlega af völdum vírusar. Alla veganna er talið að vírus komi henni af stað. Vírusar herja ekki á fóstur.
Það eru dæmi að einstaklingar fái sjúkdóminn nokkra mánaða en sjaldgæft.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 5.2.2009 kl. 18:37
Ásgrímur, það er ekki rétt að einstaklingar fæðast með sykursýki. Ef þú hefur lært það er það rangt. Mér er málið mjög skyllt.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 5.2.2009 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.