Þar sem ég kann ekki mikið í Hollensku...

Þá verð ég að láta þessa grein nægja:

Þá segir blaðið, að Davíð hafi sem forsætisráðherra og seðlabankastjóri trúað á markaðsfrelsi og því gefið markaðnum mikið svigrúm.

Hmm...  Er það?  Jú, markaðurinn hafði skuggalega mikið svigrúm.  En hann var ekkert al-frjáls.  Svo ég nefni nokkur nöfn sem sum okkar kannast kannski við: Irving Oil, Bauhaus, Orka-hópurinn.

Öll tengjast þessi nöfn ákveðnum höftum í viðskiftum.  Ekki nenni ég að telja þau upp. 

Það hafi leitt til afar hraðs vaxtar og raunar hafi bankarnir fengið að vaxa svo hratt að það hafi orðið ríkinu um megn.

Á tímabili grunaði mig að við hefðum fram til 2001 búið í þriðja heiminum, því bara hér, og í Kína var hagvöxturinn jafn ör.

Afleiðingin hafi orðið, að landið réði ekki við afleiðingar lánsfjárkreppunnar. Ísland sé nú gjaldþrota og undir stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Skoðum aftur þetta markaðsfrelsi.  Frjálshyggjan var nú ekki dýpri en svo, að Ríkið bar að lokum ábyrgð á öllu saman.  Það, gott fólk, er EKKI frjálshyggja.

Hvað heitir nú aftur kerfið þar sem Ríkið á í raun allt, en leyfir einhverjum einkavinum að hirða gróðann?

Hmm...  Krupp-verksmiðjurnar koma upp í hugann. 


mbl.is Davíð kallaður „bankaræningi" í hollensku blaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband