6.3.2009 | 14:37
Í hvaða flokki þarf ég að vera til að fá listamannalaun?
"fjölgun í hópi þeirra sem njóta listamannalauna "
Þá gæti ég hangið heima og spilað Tetris, og málað svo eitt og eitt málverk kannski, og samið atómljóð:
"Fiskurinn er með augu
eins og fjólublár hamstur
á hraðferð um dimmar vetrarbrautir
ísskápsins."
200.000 kall maður. Á mánuði. Í ár.
Verst er, að til að vera gjaldgengur listamaður þá þarf maður að hanga á kaffihúsum og börum. Ekki hugnast mér það. Á móti eru listamenn alltaf spurðir álits um hluti sem þeir hafa enga þekkingu á.
Ég gæti verið kallaður til að tjá mig um fótbolta.
Ætla að skapa 4000 ársverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Góður Ljóðið er alveg 200.000 kr. virði, myndi ég álíta. En ég er ekki listamaður
Soffía (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:48
Þú þarf annað hvort að vera í Vinstri grænum eða Samfylkinginunni, auk þess að hafa verið með í pottorma- og pönnuliðinu. Þá fyrst kemur þú til álita sem ríkisrekinn listamaður.
Sævar Sægreifi (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 16:38
Fokk. Einmitt nákvæmlega ekki mitt fólk.
... að vísu fell ég illa inn í flokka. Þeir sökka allir. Er erfitt að feika VG? Hve mikið hass þarf ég að vera búinn að reykja til að virka normal í þeim hóp?
Ásgrímur Hartmannsson, 8.3.2009 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.