Í hvaða flokki þarf ég að vera til að fá listamannalaun?

"fjölgun í hópi þeirra sem njóta listamannalauna " 

Þá gæti ég hangið heima og spilað Tetris, og málað svo eitt og eitt málverk kannski, og samið atómljóð:

"Fiskurinn er með augu

eins og fjólublár hamstur

á hraðferð um dimmar vetrarbrautir

ísskápsins."

200.000 kall maður.  Á mánuði.  Í ár.

Verst er, að til að vera gjaldgengur listamaður þá þarf maður að hanga á kaffihúsum og börum.  Ekki hugnast mér það.  Á móti eru listamenn alltaf spurðir álits um hluti sem þeir hafa enga þekkingu á.

Ég gæti verið kallaður til að tjá mig um fótbolta.


mbl.is Ætla að skapa 4000 ársverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður  Ljóðið er alveg 200.000 kr. virði, myndi ég álíta. En ég er ekki listamaður

Soffía (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:48

2 identicon

Þú þarf annað hvort að vera í Vinstri grænum eða Samfylkinginunni, auk þess að hafa verið með í pottorma- og pönnuliðinu.  Þá fyrst kemur þú til álita sem ríkisrekinn listamaður.

Sævar Sægreifi (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 16:38

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fokk.  Einmitt nákvæmlega ekki mitt fólk.

... að vísu fell ég illa inn í flokka.  Þeir sökka allir.  Er erfitt að feika VG?  Hve mikið hass þarf ég að vera búinn að reykja til að virka normal í þeim hóp? 

Ásgrímur Hartmannsson, 8.3.2009 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband