8.3.2009 | 02:22
Þetta er mjög fyndið
Fáfnir MC heldur partý þar sem er boðið upp á pylsur og gos, og býður nokkrum gaurum frá danmörku, og allt fer í háaloft.
Hvað nákvæmlega hefði átt að gerast?
Jú, það er mjög afbrigðilegt að fullorðnir menn byrli ekki hvor öðrum bjór, sem endar með því að einhver ælir inn í runna, annar drefst á gólfinu og sá þriðji tekur sig til og fer að syngja.
Nei, fullorðnir menn sem safnast saman og drekka appelsín, þeir eru sko eitthvað dularfullir. Best að slík hegðun breiðist ekki út. Gæti kostað Ríkið milljarða.
En - þetta hefði geta verið verra. Þeir hefðu geta veitt... KÓKÓMJÓLK!
Fáfnismenn fagna í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Eins og þeir sögðu sjálfir; ef þeir ætluðu að stunda skipulagða glæpastarfsemi þá myndu þeir ekki vera svo vitlausir að mæta til landsins í fullum skrúða, leðurjökkum og alles.
Hvað er að því að fullorðnir menn sem hafa áhuga á mótórhjólum fái sér öl saman?
LOL (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 11:16
Það sem ég er ekki ennþá búin að skilja er á hvaða forsendum er hægt að neita leðurjakkaklæddum manni inngöngu inn í landið? Og hvað svo næst ef þú ert í Manchester bol þá mátt þú bara koma inn á fimmtudögum og stelpur sem eru með mikinn varalit geta ekki komist inn um helgar??Skil þetta ekki......
helga Maria Albertsdottir (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 11:32
Helga María: Mikið ertu saklaus. Farðu á alþingi.is og flettu upp 19 og 53 gr. laga um útlendinga nr. 96/2002, þar er heimildin. Þeim er vísað frá á þeim forsendum að þeir eru glæpamenn sem eru að reyna að flytja inn glæpasamtök sín inn í landið. Mjög einfalt.
Arngrímur (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 11:45
Meinti 52 gr, ekki 53.
Arngrímur (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 11:45
Já Arngrímur, kannski er ég saklaus en ég hélt að það væri þörf á einhverju meira en ágiskun um hvað fólk ætlaðist fyrir til að neita fólki um inngöngu í landið. Ekki miskilja mig ég er ekkert að mæla með innrás glæpasamtaka til landsins! Það er bara svo að mannréttindi eru mjög mikilvægt fyrirbæri og ég er hrædd um að stundum sé það of auðvelt að sigta fólk út, dæma og senda burt án þess að réttur né dómari komi þar að.
kv.
helga Maria (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 17:14
Glæpamenn eða ekki glæpamenn, ekki fæ ég séð að þeir hefðu valdið neinu sérstöku tjóni með því að mæta í þetta partý.
Minna tjóni en sumir glæponar sem máttu vaða hingað frjálslega í denn.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.3.2009 kl. 21:14
Paranojan er samt svo mikil út af þessu. Bara af því það er Hells Angels. Af hverju? Þetta eru ekkert meiri glæpamenn en hellingur af öðrum - til dæmis þessum pólsku gaurum sem gengu berserksgang - þeir voru ekkert stöðvaðir. Það var ekki einu sinni haft fyrir því að athuga hvaða gaurar það voru.
Hells Angels eru þó merktir í bak og fyrir.
Er furða að maður glotti við tönn?
Ásgrímur Hartmannsson, 9.3.2009 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.