Upplifum þyngdarleysi í Herjólfi

Einu sinni fyrir langa löngu fór ég með dallinum í þvílíku veðri að aldrei hefur verið siglt í öðru eins síðan.  Báturinn erfiðaði upp öldurnar, sem voru hver á hæð við Hallgrímskirkju, vó salt á toppnum og rann svo niður hinu megin.

Gaman var að stökkva upp í loftið þegar hann var á leið niður.  Þá féll gólfið nefnilega undan manni, svo maður varð eftir í loftinu langa stund, líkt og úti í geimnum.  Svo varð auðvitað lengra fall niður, því báturinn hafði hallað svo mikið.

Svo datt mér í hug að fara út.  Aftur í.  Ekki leist mér á það, því það var bratt þarna niður þegar báturinn skreið upp, og ekkert sást nema sjór, og hann var brúnn og fullur af þara.  Ég er viss um að öldurnar hafa náð langleiðina niður á botn.  Það er áhugaverð reynzla að hafa ekkert nema vegg af sjó fyrir framan sig.

Alltaf þegar svona viðrar tekur lengri tíma a sigla á milli.


mbl.is Ferð aflýst hjá Herjólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband