22.3.2009 | 22:38
Svíarnir ætla að gera meiri mistök
Ekkert nýtt svosem.
Það er til nóg eldsneyti fyrir kjarnaofna næstu 10.000 árin eða svo, til eða frá einhverjar aldir. Það er vel hægt, svo dæmi sé tekið að brenna úrganginum úr þeim kjarnorkuverum sem svíarnir eiga og reka núna. Sá úrgangur mun endast lengi lengi.
Tæknin er til. Tékkið á því. Google: breeder reactor.
Þetta eru langsniðugustu tækin. Taka langminnst pláss miðað við orkuframleiðzlu. Og með þeim hafa menn 10.000 ár til að finna upp á einhverju nýju. Það ætti að vera nægur tími. Það eru nú ekki nema 70 ár síðan kjarnorka var bara einhver hugmynd á pappírum.
Vilja hverfa frá kjarnorkunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Skil ekki hræðslu fólks við Kjarnorku.
Helstu rökin gegn kjarnorkuverum hefur verið geymsla á úrgangsefnum frá þeim, en það er og hefur verið til lengi lausn á þeim vanda svo það eru ekki margar ástæður gegn notkun kjarnorkuvera.
Jóhannes H. Laxdal, 23.3.2009 kl. 00:49
Geymsla úrgangsefna er ekki vandamálið heldur hvað gerist ef eitthvað fer úrskeiðis, það gerir kjarnorkuver að tifandi tímasprengjum. Við höfum nokkur dæmi um kjarnorkuver þar sem hlutirnir hafa farið alvarlega úrskeiðis og það eru mörg dæmi um atvik þar sem menn hafa sloppið með skrekkinn.
Hér er listi yfir óhöpp og slys í kjarnorkuverum og starfsemi tengdum þeim: http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_civilian_nuclear_accidents
Einar Steinsson, 23.3.2009 kl. 01:06
Jóhannes: það þarf ekkert að geyma þessi efni oní einhverjum holum forever. Til þess er breedder ofninn. Maður bara tekur ruslið, og brennir því meira. Á endanum verður til efni sem ekkert er hægt að brenna meira, og það er þá minna skaðlegt en duftið sem fýkur yfir Hafnarfjörð á hverjum degi úr Álverinu.
Einar: þetta er raunverulega vandamálið. Það þarf að reka þessi ver með járnaga, annars endar á því að einhver mætir hálf-sofandi og það kviknar í öllu draslinu.
Sem betur fer eru þó aldrei líkur á kjarnorkusprengingu. Til þess þarf critical mass, og hann er bara ekki til staðar. Í versta falli er hægt að halda allri mengun vegna slysa inni í verinu.
Ásgrímur Hartmannsson, 23.3.2009 kl. 10:18
Já, þessvegna sagði ég að það væri til lausn á geymslu vandamálinu og hefur verið til í langan tíma
Jóhannes H. Laxdal, 23.3.2009 kl. 15:23
Ásgrímur, þú segir: Í versta falli er hægt að halda allri mengun vegna slysa inni í verinu. Það er ekki alveg reynslan af versta kjarnorkuslysi sem orðið hefur hingað til, þ.e. Chernobyl í Úkraínu 1986 þegar kröftug gufusprenging varð í einum af kjarnakljúfum versins og rauf þakið yfir kjarnakljúfinum. Það sem skeði í kjölfarið var t.d. :
Síðan er hérna smá aukalesning um slysið:
Það er nokkuð öruggt að kjarnorkuver sem væri byggt í dag væri mun öruggara en Chernobyl en spurningin er hver öruggt er hægt að gera svona ver? Titanic átti víst ekki að geta sokkið er gerði það nú samt.
Einar Steinsson, 23.3.2009 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.