31.3.2009 | 00:25
Skoðum þetta:
Við erum ekki að fara að horfa á harða frjálshyggju og að mínu áliti höfum við ekki verið að upplifa harða frjálshyggju hér,
Það er tæknilega rétt, en veit hann hvað þessi orð þýða?
Bjarni sagði flokkinn fylgjandi jöfnum aðgangi að velferðarkerfi landsmanna.
Það er eins gott, við erum að borga okurverð fyrir það.
Þegar við tókum ákvörðun um það síðustu 15 árin að stórauka framlög til menntamála af almannafé,
Hmm... Hún Þogga Kata er nú enginn vinur háskólanema. Hún jók gífurlega á okkur álögur fyrir skömmu.
stórauka framlög til heilbrigðismála af almannafé,
Hve mikið af því fór í eitthvað annað en skrifstofu/stjórnunarkostnað?
gera betur við eldri borgara og öryrkja í gegnum velferðarkerfið,
Amma er pirruð á ykkur.
við höfum stóraukið útgjöld í gegnum almannatryggingakerfið með auknum tilfærslum,
Huh? Og þessi lína þýðir nákvæmlega hvað?
og við höfum verið að stórauka útgjöld líka til samgangna í landinu.
... er að ryfja upp í hvað þeir peningar fóru... undanfarin 15 ár? Ja, það er verið að bora gegnum þetta fjall þarna fyrir norðan... lykkja með jólaljósum við IKEA og Smáralind...
Allt eru þetta útgjaldaflokkar sem eru greiddir af sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar
Skattfé, í stuttu máli.
og í engu tilviki er farið fram á það að menn þurfi að koma með sérstakt framlag af sínu eigin ráðstöfunarfé"
Það væri líka súrrealískt. "Jæja Nonni, nú er komið að þér að borga fyrir malbik á þennan veg, Gunni borgaði fyrir nýtt þak á Landspítalann."
Hann sagði að ýkt frjálshyggjustefna myndi ganga út á að menn ættu ekki greiðan aðgang að menntakerfinu án þess að greiða skólagjöld.
Eða fá svona styrk. Í USA fá mjög margir styrk. Góðir námsmenn eru singlaðir út og þeim boðnir styrkir til náms gegn því að þeir vinni hjá fyrirtækinu sem greiðir námið í visst langan tíma.
Frjálshyggjustefnan myndi einnig ganga út á það að menn þyrftu að kaupa sínar eigin sjúkratryggingar.
Væri það slæmt?
Við erum fyrir jafnan aðgang að menntakerfinu og við viljum jafnan aðgang að heilbrigðiskerfinu,
Það er alveg göfugt marknmið og allt það, allavega betra en "Meiri löggæzla, her, greiningardeild á hverju götuhorni" sem var hér fyrir hrun.
Bjarni sagði að tilslakanir í eftirliti og regluverki fyrir viðskiptalífið hefðu verið mistök
Ég get nefnt stærri mistök: Ríkisábyrgð.
Bjarni sagðist þeirrar skoðunar að tækifærin yrðu best nýtt ef kraftar einstaklinganna fengju notið sín.
Og einstaklingurinn á að blómstra innan í einhverju regluverki?
Markvisst hefði verið dregið úr völdum stjórnmálamanna með því að færa alls konar rekstur og starfsemi úr höndum ríkisins yfir til einkaaðilanna en regluverkið yrði að vera í lagi.
Sem er alveg göfugt markmið í sjálfu sér, en athugum aðeins hvað er verið að færa til einkaaðila... RÚV? Neibb. ÁTVR? Neibb. Spítalana? Ó, já! Sauðir.
Og það er rétt að regluverkið sem fylgdi einkavæðingu bankanna var ekki nægilega traust.
Traust? Fóru þeir einu sinni eftir þeim? Ég bara spyr...
Við hefðum átt að leggja miklu ríkari áherslu á dreift eignarhald
Sko, miðað við að þetta var í orði kveðnu eign fólksins, fékk fólkið ansi lítið að sjá af þessu. Þaðhefði nú verið ansi dreift eignarhald.
Og auðvitað voru það mistök að láta bankakerfið vaxa svona hratt, langt umfram getu okkar til þess að styðja við það og í raun og veru á ábyrgð alls almennings í landinu
Já... af hverju í dauðanum var allur almenningur svo í ábyrgð? Við báðum ekki um það. Hvaða part af "einstaklingurinn er frjáls til allra verka svo lengi sem hann skaðar ekki aðra" skiljiði ekki?
Ja hérna.
Ekki batnar það. Og það sem stendur til boða hinumegin borðsins... je minn.
Jæja, kosningarnar eru val um það í boði hvaða flokks þið viljið verða gjaldþrota.
Ekki hörð frjálshyggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Gagnrýnin skoðun er það sem við þurfum og það býður þú uppá. Flott hjá þér.
Loftur Altice Þorsteinsson, 31.3.2009 kl. 12:19
Ég reyni stundum.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.4.2009 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.