13.4.2009 | 16:53
Heimsins bestu skyttur
Úti á sjó, þá tókst þessum gaurum að hitta eitthvað. Í öldugangi.
Það hlýtur að vera áhugavert að veiða sel með þessum gaurum.
Hve stór hluti af sjóránum verður leystur svona í framtíðinni? Allt? Helmingurinn?
Hmm... samt... það er áhugavert að við nánari skoðun er sennilega ódýrara (og fljótlegra) að borga bara lausnargjald. Heh. Öll þessi skip og allur þessi mannskapur á svæðinu er ekkert ókeypis.
Sko - fyrst biðu þeir þar til sjóræningjarnir voru orðnir verulega syfjaðir. Svo byrjuðu þeir að skjóta. Þetta er töluvert flott taktík.
Obama stöðvi sjóræningjana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Kostnaðurinn er ekki allt því það þarf líka að láta vita að svona lagað sé ekki liðið. Ef þeir fara að borga fer á stað skriða af sjóránum.
haha (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 17:20
Og hvað var í gangi allan tímann annað en skriða af sjóránum?
Á átjándu öld fóru menn á sjó með nokkrar fallbyssur. Það þótti lítill vandi. Hvað hefði verið að því að taka það upp aftur?
Ásgrímur Hartmannsson, 13.4.2009 kl. 21:03
Þessir sjóræningjar eru oftast með sprengivörpu til að skjóta á skipið, auk þess er verið að halda sem flestum almennum borgurum á lífi þannig að átök milli þeirra og sjóræningjana eru ekki alveg besta leiðin.
Stefán (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 23:41
Þeir fá aldrei pening ef þeir sökkva skipunum með sprengjuvörpu. Og að auki held ég að núna fari aðeins að saxast á almennu borgarana.
Væru betur vopnaðir núna, held ég.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.4.2009 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.