Það er líf og fjör í borginni

Það er samt eitt sem ég tók eftir á borða hjá þessum náungum:

"Eignarrétturinn er ekki heilagur."

Jæja.  Samþykkjum það.  Það leiðir af sér að hver sem er getur tekið þetta hús af þeim með valdi, er það ekki?  Alveg á sama hátt (nema bara ofbeldisfyllri) og þeir tóku húsið undir sig?

Alveg er mér sama um húsin í borginni sem slík - ég hef ekki áhuga á þeim, að búa í þeim eða sögu þeirra.

Fylgjumst með þessu.


mbl.is Götuvirki hústökufólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á borðanum stóð reyndar líka að heimilið væri heilagt. Eignarrétturinn glatar helgi sinni þegar hann er vanvirtur með vanrækslu.

Rétturinn til að nýta hús er heilagari en rétturinn til að láta það grotna niður.

Rétturinn til að gefa er heilagari en rétturinn til að græða.

Rétturinn til húsnæðis handa fólki er heilagari en rétturinn til að reisa verslunarmiðstöð í samfélagi sem þegar hefur fleiri verslanir en efnahagurinn ber.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:10

2 identicon

Verslunarmiðstöð er skárra en þetta ógeðishús.  Skríllinn getur farið til Kristjaníu, myndi sjálfur splæsa í nokkra flugmiða meira að segja one way ticket fyrir nornina og soninn gáfaða.

Vonandi verður þetta hús rifið, hústökufólk fer ekki með góðu.  Svæla þetta pakk út.  Frábært myndskeið með frétt, þetta lið opnar á sér tjúllann..I rest my case. Hvílíkt rusl.

Baldur (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:34

3 identicon

Gaman væri að sjá Evu Hauksdóttur rökstyðja mál sitt til tilbreytingar.

Um eignarétt er fjallað í 72. gr. Stjórnarskrár Íslands, þar segir:

72. gr. [Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

Ef við tökum þetta lið fyrir lið:

1. Eignarrétturinn er friðhelgur. Þetta segir sig sjálft, ekkert er fjallað um það að rétturinn til að nýta hús sé heilagri réttinum til að láta það grotna niður. Ef maður óskar þess að hús hans grotni niður, þá má hann láta það grotna niður. Kannski á Eva aðra útgáfu af Stjórnarskránni en við hin?

2. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Ég get ekki séð að almenningsþörf krefjist þess að fólk setjist að inni í óhituðum húsum með engu rafmagni. Ég skal láta það eftir Evu að vissulega er skemmtilegra að hús séu nýtt en að þau standi auð. Svo lengi sem það skerðir ekki hennar eigin réttindi þá kemur það henni á engan hátt við hvernig aðrir fara með sínar eignir.

3. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Ef almenningsþörf krefst þess nú að þetta hús skuli notað sem samkomuhús fyrir anarkista og róttæka póitíska fundi eins og ætlun þessa fólks er, þá þarf atbeina yfirvalda til að koma og lagasetningu þess efnis. Þá skal líka koma fullt verð fyrir, ég efast um að þetta lið fáist til þess að greiða svo mikið sem leigu, hvað þá fullt verð hússins.

Til að taka þetta allt saman í lokin er óhætt að segja að fólk þetta sem sest hefur að í húsinu brýtur Stjórnarskrárvarinn rétt eiganda þess. Hann á húsið og getur gert við það sem honum sjálfum sýnist, svo lengi sem það skerðir ekki einhver mannréttindi annarra. Ekki segja hér að það séu mannréttindi að gömul hús fái að standa, það er þvæla.

Stjórnarskrá Íslands er æðstu lög í landinu, sama hvað Evu og anarkistunum finnst.

Daníel (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:44

4 identicon

Ekki hægt að biðja Evu um að koma með rök eða eitthvað vitrænt.  Ekki hægt.

Baldur (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:47

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Eignarrétturinn glatar helgi sinni þegar hann er vanvirtur með vanrækslu."

Minnir mig á John Lock, þetta.  Hann var fyrir eignarréttinn, en bara ef eignin var notuð.  Annars var hún verðlaus.  (Flettið því upp.)

Svolítið eins og þetta hús.  Öll þessi eignasöfnun í góðærinu var svolítið út í bláinn.

Samrýmist samt ekki landslög.  Þetta hús fer líklega upp í skuld.  Ekki veit ég hver eignast það þá.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.4.2009 kl. 23:07

6 identicon

Nei, siðferði og landslög fara ekki alltaf saman. Það er þessvegna sem hústökufólk og aðrir aðgerðasinnar líta á það sem eðlilegan hluta af andspyrnu gegn valdastrúktúr sem þjónar hagsmunum fárra að brjóta þau lög sem tryggja kúgurum og arðræningjum rétt til vondra verka.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 07:55

7 identicon

Sá sem 'eignast' húsið eftir þrotaskiptin er Landsbankinn. Hann á mörg vanrækt hús sem hann neitar að leigja út og hefur tekið fullan þátt í fjárhagslegri hópnauðgun á alþýðu þessa lands.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 07:58

8 identicon

Æ og vitnið endilega í stjórnarskrána. Plagg sem stjórnmálamenn og stórfyrirtæki þverbrjóta án þess að nokkur blaki við þeim.

Þau lög sem ekki gilda  fyrir alla landsmenn ber að brjóta, brjóta aftur og enn aftur, þar til réttlæti nær fram að ganga. Þegar ríki og bankar hætta að ræna almenning með fáránlegri vaxtastefnu, þegar ríki og fyrirtæki hætta að ræna fólk með ósanngjarnri launastefnu, þegar ákvæði stórnarskrár um að Ísland skuli halda sig frá hernaðarbrölti verður virt, þá skulum við fara að spá í rétt stórfyrirtækja til skemmdarverka á menningarverðmætum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 08:04

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er skoplegt, finnst mér.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.4.2009 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband