Kannski er málið að prófa nokkuð nýtt:

Lágmarkshraða.

Innan hverfa höfum við bara sama máta á og núna.  Úti á vegum hinsvegar er málið að setja lágmarkshraða.  Höfum hann 80.  Þeir sem geta ekki haldið þeim hraða verða stöðvaðir og sektaðir. 

Skoðum hvað það hefði í för með sér:

Hægfara ökutæki hyrfu fljótt af þjóðvegunum.  Það eru þá dráttarvélar og bílar sem eru það mikið (og illa) breyttir að þeir skoppa um vegina í stað þess að renna eftir þeim eins og aðrir bílar.  Hægfara ökumenn hyrfu með þeim.  Sem myndi minnka framúrakstur um einhverja óþekkta prósentu.  Sem fækkar óhöppum við framúrakstur um sömu prósentu.

Áhugaverð möguleg hliðarverkun: það verða fleiri hraðskreiðir bílar á götunni, og hraðskreiðari bílar eru öruggari. 

Hve stórum hluta af slysum veldur fólk sem ræður ekki við að halda hámarkshraða?  Sennilega merkilega stórum.  Orsakir hægakturs eru nefnilega ekki einhver rosaleg ábyrgðartilfinning, heldur oft bara vangeta til að stjórna farartækjum yfir höfuð.


mbl.is Alvarlegum slysum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Meinhornið

Það að skikka fólk til að aka hraðar en það treystir sér með góðu móti til að gera gæti líka endað með ósköpum.

Ég er alveg sammála því að það er óþolandi að húka á eftir einhverjum vitleysingi sem keyrir á 70 á Sandskeiðinu við bestu aðstæður en ég er ekki viss um að þessi hugmynd myndi fækka slysum. Hvað ætlarðu svo að gera þegar færð eða skyggni býður ekki upp á 80?

Meinhornið, 17.4.2009 kl. 14:15

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það mun valda slysum fyrst um sinn.  Ég reiði mig á það.

Nú, ef veður leyfir ekki ofsaakstur - þá er þetta bara eins og formúlan, þá verður bara að taka því og hægja aðeins á.

Ég styð hvorki einhver absolút eða zero-tolerance.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.4.2009 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband