4.5.2009 | 01:35
Tvær spurningar:
Hvað voru þeir að drekka?
Hvar fæ ég svoleiðis?
Að ætla að ræna herskipi með nokkrum vinum sínum á bátkænu vopnaðir einhverjum rifflum og kannski einni sprengjuvörpu verður að teljast hámark stórmennskubrjálæðis og töffarastæla.
Ég vil líka fá að sjá mynd af þessu herskipi. Sú mynd gæti útskýrt margt.
Ætluðu að ræna herskipi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þetta var nú ekki alveg svona einfalt, það er erfitt að bera kennsl á skip úr töluverðri fjarlægð og oftast sjá skip hvort annað áður en þau vita neitt nánar.
En Frakkarnir voru líka lúmskir og áttuðu sig á því að Sómalarnir yrðu að koma nær til að bera kennsl á þá og sneru skipinu í átt til sólar sem erfiðaði málið en meir fyrir sjóræningjana.
Held að enginn sjóræningi, fullur, geðveikur eða heimskur, myndi eltast við herskip og sérstaklega það franskt, þar sem að Frakkar hafa gengið hvað harðast fram gegn þeim.
En lýsing á atburðunum og mynd af þessu fleyi, Nivose, sérðu hér á wikipedia:
http://en.wikipedia.org/wiki/Niv%C3%B4se_(F_732)
Skaz, 4.5.2009 kl. 02:32
Linkur sem virkar
Skaz, 4.5.2009 kl. 02:40
Sómalíumenn tyggja "Qat" , plöntublöð sem deyfa skinfæri og þar með rökrétta hugsun. Stimplað sem eiturlyf á vesturlöndum og nánast eingöngu tuggið af sómalíumönnum, þeirra eiginkonum og samfélaginu til mikils ama.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 08:54
Þetta skip lýkist fraktara bara ekki neitt. Sem mér þykir benda til að þessir gaurar hafi verið fullir, geðveikir eða heimskir, ef ekki allt samtímis.
Þakka þér fyrir myndina.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.5.2009 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.