14.5.2009 | 21:44
Þó fólk drekki minna gos missir það samt tennurnar
og af sömu ástæðu.
Það eina sem hefst upp úr skattheimtunni er að gosið verður dýrara. Hey, sama liðið mun halda áfram að missa tennurnar. Vegna þess að það hirðir ekki um þær. Ekkert sem Ríkið gerir mun stöðva það - ekki nema Öggi & Có ætli að senda mann heim til þessa fólks á hverju kvöldi fyrir tilsettan háttatíma til að bursta í þeim tennurnar.
Hvað svo?
Ég kæri mig ekki um að einhverjir meinlætamenn fái bara að troða allskyns rugli inn, bara því þeim finnst það svo gott.
Tillaga um sykurskatt ótrúleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Alveg eins og með sígaretturnar, fólk hættir ekki að reykja þó pakkinn hækki, því miður. Þessi tillaga er lifandi dæmi um ótrúlega heimsku og ekkert annað.
Sigurður Sigurðsson, 14.5.2009 kl. 21:56
Sammála frú SISI. Það ætti að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann, en mér sýnist nú að það ætti að fara að byrgja barnið áður en brunnurinn dettur ofan í það, svei mér alla daga. Með beztu kveðju.
Bumba, 14.5.2009 kl. 22:08
Það á að skattleggja sykur svo tanlækningar geti verið fríar fyrir alla 16 og undir.
Þetta er rétt skref í þá átt.Þeir eiga borga sem nota samanber áfengi.
siggi (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:52
Það er bein fylgni á milli óhóflegrar neyslu á sykurgosi og tannskemma, bæði tánnátuskemmda og skemmda á glerjung. Svo fyrirsögn þín er röng: ef börn drekka minna gos skemmast tennur þeirra síður.
Auðvitað skiptir máli að bursta tennur, en það er ekki eins og börn geti að skaðlausu drukkið gos alla daga ef þau bara bursta tennur kvölds og morgna, þó það sé vissulega skárra en að börnin bursti ekki tennur.
Einar Karl, 14.5.2009 kl. 22:53
Ég hætti að reykja þegar pakkinn fór í 450 svo ekki staðhæfa það sem þú veist ekkert um.
siggi (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:54
Hvernig væri að ráðast á rót vandans?? Semja við tannlækna eða lagfæra ráðherragjaldskránna í staðinn fyrir að leggja skatt á sykur!
Æ ég held að þetta sé óttaleg einföldun á málinu. Bjarga okkur frá okkur sjálfum svo við förum okkur ekki að voða ... ætli ég verði skattlögð er ég fer að heiman frá mér á morgnanna?
Ásta (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 01:25
Það er kannski fylgni á milli gosneyslu og tannskemmda Einar Karl, en það er ekki fylgni á milli þess að gosið kosti nokkrum krónum meira og minni neyslu á því. Um það snýst málið. Ögmundur heldur að hann geti stýrt neyslunni með því að hækka matvælaverð, með meiri skattlaggningu, og þar með hækkað neysluverðsvísitölu og þar með hækkað verðbólguna og þar með hækkað lánin mín. En það er bara vitleysa hjá honum. Framkvæamdastjóri Samtak Iðanaðrins hefur verið að reyna að benda á það að þegar viriðsaukaskatturinn á "munaðarvöru" eins og sykruðum gosdrykkjum var lækkaður til samræamis við viriðsaukann af öðrum matvörum hafði það engin áhrif í áttina að aukinni neyslu á þeim. Þvert á móti hefur að undanförnu neysla á sykruðu gosi dregist saman í samanburði við það sykurlausa.
Helgi (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 09:17
Halló, er ekki í lagi? Hví skyldi vera há gjöld á grænmeti, en nánast engin á sykur og sætindi? Ég segi bara það....
Jón Halldór Guðmundsson, 20.5.2009 kl. 16:22
Það eru há gjöld á öllu. Of há. Við höfum ekkert efni á þessum gjöldum öllum. Og peningurinn fer ekkert í neitt mannúðarstarf og mun aldrei gera.
Best væri ef þessu neyzlustýringarrugli væri hætt, og fólk fengi bara að darwineita sig eftir geði.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.5.2009 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.